Lögfræðingur ráðinn til starfa hjá fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd hefur ráðið Anton Emil Ingimarsson lögfræðing til starfa. Anton Emil  lauk meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2018. Hann hefur sérhæft sig í lögfræði og tækni, persónuvernd og mannréttindum. Lokaritgerð Antons Emils við Háskóla Íslands fjallaði um auðkennisþjófnað (e. identity theft) í samhengi íslenskra laga með áherslu á slíka háttsemi á internetinu, þá sérstaklega samfélagsmiðlum.