Leiðbeiningar um skammtímaleyfi fyrir útvarp

Fjölmiðlanefnd hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar um skammtímaleyfi fyrir útvarp en samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 getur nefndin veitt fjölmiðlaveitu tímabundið leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Með fjölmiðlaveitu er átt við einstakling eða lögaðila sem starfrækir fjölmiðil.

Leiðbeiningarnar svara helstu spurningum sem gætu vaknað hjá þeim sem hyggjast sækja um skammtímaleyfi fyrir útvarp hjá nefndinni. Þær eru sérstaklega gerðar með nemendur framhaldsskóla í huga en meirihluti þeirra sem sækja um skammtímaleyfi fyrir útvarp hjá Fjölmiðlanefnd eru nemendafélög framhaldsskóla. Leiðbeiningarnar má nálgast hér að neðan. Þær er einnig að finna, ásamt öðrum gagnlegum leiðbeiningum, undir „Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla“ hér á vefsíðu Fjölmiðlanefndar.

Leiðbeiningar um skammtímaleyfi fyrir útvarp