Umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd standa fyrir málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi. Málþingið verður haldið á Grand hótel föstudaginn 29. apríl nk. og byrjar klukkan 8:30. Áætlað er að því ljúki klukkan 10:15 með kaffiveitingum.
Á málþinginu verða nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.

Dagskrá:
Kl. 08:30 Salvör Nordal, umboðsmaður barna – Börn, samfélagsmiðlar og netið. Leiðbeiningar fyrir foreldra og starfsfólk skóla- og frístundastarfs.
Kl. 08:45 Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd – Niðurstöður könnunar um miðlalæsi barna og ungmenna.
Kl. 09:00 Unnur Sif Hjartardóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi – Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi.
Kl. 09:20 Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd – Hvernig tryggjum við persónuvernd barna?
Kl. 09:35 Pallborðsumræður með fulltrúum úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna – Umræðum stýrir Salvör Nordal, umboðsmaður barna
Kl. 10:15 Lok og kaffiveitingar
Málþingið verður tekið upp og birt á vefsíðum okkar að því loknu.