Foreldrafræðsla – Fyrirlestur í forvarnarviku Kópavogs

Í tengslum við Forvarnardaginn 5. október 2022, stóð Kópavogsbær að Forvarnarviku Kópavogs. Skúli B. Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd var þar fenginn til þess að vera með fyrirlestur á upptöku sem var gerður aðgengilegur foreldrum og starfsfólki skóla og frístunda. Fyrirlesturinn hefur nú verið gerður aðgengilegur öllum og má finna hér að neðan:

Hvað gera börn og ungmenni á samfélagsmiðlum?

Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu niðurstöður úr víðtækri rannsókn á stafrænu umhverfi barna á Íslandi sem nefnist „Börn og netmiðlar.“ 

Helstu efnistök: Vinsælustu samfélagsmiðlarnir, aldurstakmörk og ástæður fyrir þeim, tækjaeign, nethegðun, deiling nektarmynda, klám, öryggi á netinu og tölvuleikir. 

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum, ábyrgðaraðilum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi.

Fyrirlesturinn í heild sinni má finna hér að neðan en honum er skipt niður í þemu þannig að auðvelt er að horfa á hann í pörtum fyrir þá sem það kjósa: