- Fræðslumyndbönd og stuðningsefni fyrir kennara til þess að vinna verkefni og eiga samtal við nemendur um miðlalæsi.
- Hugtakalista með gagnlegum skýringum á ýmsum orðum úr netheimum eins og t.d. spjallmenni, upplýsingaóreiða, algóritmi og djúpvefur.
- Skráningu á glæsilegt málþing um miðlalæsi í Grósku 16. febrúar.
- Gagnlega hlekki á ítarefni.
- Upplýsingar um verkefnið og tengslanetið.
Þá er skráning á málþing í Grósku 16. febrúar um miðlalæsi í fullum gangi!
Dagskrá málþingsins má finna hér fyrir neðan:
Þar sem takmarkað sætaframboð er í boði í salnum er mikilvægt að skrá sig tímanlega. En það má gera með því að smella á hnappinn hér að neðan:
Fyrir þá sem komast ekki verður málþingið í boði í streymi. Hægt er að velja þann valmöguleika í skráningarforminu.
Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi
Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) stendur að vikunni með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og Sóley, styrktarsjóði á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirfarandi stofnanir, ráðuneyti, fyrirtæki og samtök eiga fulltrúa í tengslanetinu:
Fjölmiðlanefnd, SAFT & Heimili og skóli, Menntasvið Kópavogsbæjar, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Mixtúra, Kvikmyndamiðstöð, Landsbókasafn Íslands, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, RÚV – Ríkisútvarpið, Menntavísindastofnun Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Menntavísindasvið, Listaháskóli Íslands, Háskóli þriðja æviskeiðsins, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Endurmenntun HÍ, Símenntun HA, RANNUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, Barnaheill, Landsnefnd UNESCO, Persónuvernd, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Samstarfshópur um stafræna borgaravitund, Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræða, Félag framhaldsskólabókasafna, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, AwareGO, Embætti Landlæknis og RIFF- Reykjavík International Film Festival.