Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra.

Alls bárust 28 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 962 milljónir kr. Þremur umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi skv. 62. gr. g laga um fjölmiðla nr. 38/2011.

Í 62. gr. i laga um fjölmiðla kemur fram að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Auk þess fá staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins 20% álag á upphæð styrks. Til úthlutunar voru 476,7 millj. kr. að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, sérfræðiaðstoðar, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 1,3% af heildarfjárhæð eða 6.182.324 kr. Til úthlutunar voru því 470.517.676 kr.

Samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar hljóta eftirfarandi 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2023:

Árvakur hf.

107,155,187

 

Birtíngur útgáfufélag ehf.

20,032,898

 

Bændasamtök Íslands

20,816,416

 

Eigin herra ehf.

3,103,234

 

Elísa Guðrún ehf.

5,931,816

 

Eyjasýn ehf.

2,367,395

 

Fótbolti ehf.

7,678,544

 

Fröken ehf.

10,974,262

 

Hönnunarhúsið ehf.

1,600,769

 

Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.

4,020,746

 

MD Reykjavík ehf.

7,855,101

 

Mosfellingur ehf.

2,107,530

 

Myllusetur ehf.

33,997,545

 

Nýprent ehf.

5,950,249

 

Prentmet Oddi ehf.

4,836,300

 

Saganet – Útvarp Saga ehf.

4,732,544

 

Sameinaða útgáfufélagið ehf.

54,701,442

 

Skessuhorn ehf.

15,826,217

 

Sólartún ehf.

16,119,419

 

Steinprent ehf.

2,616,804

 

Sýn hf.

107,155,187

 

Tunnan prentþjónusta ehf.

3,801,810

 

Útgáfufélag Austurlands ehf.

7,460,416

 

Útgáfufélagið ehf.

6,713,182

 

Víkurfréttir ehf.

12,962,661