Ákvörðun Fjölmiðlanefndar nr. 1/2024 – Miðlun viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur í Tígli – 2. janúar 2024

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir rafrettur og nikótínvörur með miðlun viðskiptaboða fyrir slíkar vörur í 25. tbl. bæjarblaðsins Tíguls fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023.

Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingar sem barst Fjölmiðlanefnd 14. ágúst 2023.

Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð.

Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 100.000 kr.

Ákvörðun Fjölmiðlanefndar nr. 1/2024