Ábendingar & kvartanir
Hægt er að senda kvörtun eða ábendingu til Fjölmiðlanefndar vegna meintra brota á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011, 7. gr. laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 um viðskiptaboð í miðlum Ríkisútvarpsins, og/eða lögum um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006. Allir notendur fjölmiðla sem telja að efni fjölmiðla, ritstjórnar- eða auglýsingaefni, brjóti gegn þeim lögum sem um fjölmiðla gilda geta lagt fram kvörtun til Fjölmiðlanefndar eða sent inn ábendingu. Ekki er skilyrði að viðkomandi eigi sjálfir hagsmuna að gæta.
Teljir þú að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli og að hagsmunir þínir, einkum æra eða orðspor, hafi beðið tjón af því, átt þú rétt til andsvars í viðkomandi fjölmiðli. Hafir þú lagt fram beiðni um andsvar til fjölmiðlaveitu getur þú fyllt út viðeigandi hluta í kvörtunarforminu (liður 6). Sjá nánar leiðbeiningar um rétt til andsvara hér.
Með því að smella hér að neðan getur þú sent inn kvörtun eða nafnlausa ábendingu til Fjölmiðlanefndar. Leiðbeiningar um kvartanir til Fjölmiðlanefndar má finna hér.
Viljir þú senda inn ábendingu undir nafni eða fyrirspurn er hægt að senda tölvupóst á postur@fjolmidlanefnd.is. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu Fjölmiðlanefndar í síma 415-0415. Í málsmeðferðarreglum Fjölmiðlanefndar má lesa nánar um meðferð mála hjá nefndinni.