Börn og netmiðlar
Á árinu 2021 var fyrsta rannsókn Fjölmiðlanefndar gerð í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Það samstarf hefur reynst afar farsælt. Þá var ákveðið að leggja fyrir víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land.
Spurningalistinn var í upphafi byggður á rannsókn norsku fjölmiðlanefndarinnar Medietilsynet, í samstarfi við Sentio Research í Noregi. Spurningar voru þýddar og staðfærðar. Örar tækniframfarir og síbreytilegt umhverfi netmiðla kalla á að spurningalistinn sé reglulega yfirfarinn og spurningar uppfærðar og þróaðar í samræmi.