Fjölmiðlaveita
101 Productions ehf.
-
FyrirsvarsmaðurEgill Ástráðsson
-
ÁbyrgðarmaðurEgill Ástráðsson
-
HeimilisfangHverfisgata 78, 101 Reykjavík
-
Kennitala690518 1550
-
Netfanginfo [hjá] 101.live
-
Sími556 6101
Dagskrárstefna
Útvarp 101 skapar afþreyingarefni á nýstárlegan hátt fyrir ungt fólk og miðlar því þvert á samfélags- og fjölmiðla. Framleiðsla á útvarpsþáttum um dægurmál, ítarleg umfjöllun af alls kyns toga og viðtöl bæði í máli og mynd. Markmið félagsins er að auka vægi og virðingu poppkúltúrs á Íslandi með því að fræða, skemmta og búa til rými fyrir ungt fólk og nýja tónlist í fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi.
Stöðin einsetur sér að spila nýja, skemmtilega og framúrstefnulega tónlist þar sem áherslan er lögð á popptónlist og íslenska tónlist ásamt því að taka virkan þátt í nýsköpun á íslenskri popptónlist. Við viljum eiga í stöðugu samtali við hlustendur jafnt sem tónlistarmenn og vera fremst í flokki þegar kemur að listrænni stjórnun, tónlistarvali og menningarmiðlun. Við viljum vera stökkpallur fyrir næstu kynslóð tónlistarmanna og vera óhrædd við að gefa nýliðum tækifæri. Við viljum vera gagnrýnin en jafnframt hvetjandi og með því stuðlum við að sterkara, jafnara og skemmtilegra tónlistarlífi á Íslandi.
Eignarhald á 101 Productions ehf.
-
50%101 Family sf.kt. 510618 1570
-
50%Sýn hf.kt. 470905 1740
Eignarhald á 101 Family sf.
-
14,26%Egill Ástráðsson
-
14,28%Sigurbjartur Sturla Atlason
-
14,28%Unnsteinn Manuel Stefánsson
-
14,28%Haraldur Ari Stefánsson
-
14,28%Aron Már Ólafsson
-
14,28%Jóhann Kristófer Stefánsson
-
14,28%Logi Pedro Stefánsson
Eignarhald á Sýn hf.
Eignarhald fjölmiðlafyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkað getur tekið örum og jafnvel daglegum breytingum. Flestir þeirra sem fara með stærstu eignarhluti í Sýn hf. (Vodafone) eru lífeyrissjóðir og bankar en félagið Ursus ehf., sem er á meðal eigenda, er í 100% eigu Heiðars Guðjónssonar. Til að tryggja að upplýsingar um eignarhald Sýnar hf. séu ávallt uppfærðar og réttar vísar Fjölmiðlanefnd á skráningu þeirra á vef Sýnar: https://syn.is/fjarfestatengsl/staerstu-hluthafar
Upplýsingar skráðar 17. febrúar 2022.