Skráður fjölmiðill (leyfisskyldur)

Hringbraut

 • Fyrirsvarsmaður
  Jón Þórisson, forstjóri Torgs ehf.
 • Ábyrgðarmaður Hringbrautar
  Sigmundur Ernir Rúnarsson
 • Leyfi
  Myndmiðlun
 • Gildistími
  5. september 2023
 • Svæði
  Landið allt
 • Heimilisfang
  Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík
 • Kennitala
  690416 3600
 • Netfang
  hringbraut [hjá] hringbraut.is og ritstjorn [hjá] hringbraut.is

Dagskrárstefna Hringbrautar

Hringbraut er fjölbreyttur og ókeypis sjónvarps- og vefmiðill sem leggur áherslu á kraftmikla og upplýsandi umræðu um þjóðmál, menningu, heimili, heilsu og lífsstíl. Miðlinum er ekki síst ætlað að vera hringiða uppbyggilegra skoðanaskipta um þjóðfélagsumbætur fyrir heimili og fyrirtæki, þar sem umburðarlyndi og víðsýni eiga að vera leiðarstef í öllum skrifum og þáttagerð, ásamt hlutlægni og mannvirðingu.

Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Ritstjórnarstefna fjölmiðla Torgs

Stefna fjölmiðla TORGS er að halda fram borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi verður gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma verður veitt aðhald á öllum sviðum. Sama gildir um dómstólana. Áhersla verður lögð á mikilvægi umhverfisverndar, eflingu atvinnulífsins og samstarf Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Þá verður kappkostað að fjölmiðlar TORGS verði áfram mikilvægur vettvangur skoðanaskipta og fréttamiðlunar á Íslandi. 

 

 

Eignarhald Hringbrautar-Fjölmiðla ehf.

 • 100%
  Torg ehf.
  kt. 610808 1230