Fjölmiðlaveita

MD Reykjavík ehf.

 • Fyrirsvarsmaður
  Sigurþór Marteinn Kjartansson
 • Ábyrgðarmaður/ritstjóri WhatsOn
  Erik Vilhjálmur Pomrenke

Ritstjórnarstefna

Iceland Review er eitt elsta tímarit um Ísland á ensku og hefur komið út síðan 1963. Iceland Review fjallar um náttúru Íslands, menningu, samfélag, stjórnmál og viðskipti í máli og myndum. Iceland Review er gefið út af MD Reykjavík. Á fréttavefnum icelandreview.com er fjallað um og kafað ofan í helstu fréttamál landsins og lagt upp með að veita enskumælandi aðgengi að þjóðfélagsumræðu, hvort sem um er að ræða ferðalanga eða þá sem hér búa.  

Reglur MD Reykjavík um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Ritstjóri tekur ákvörðun um efnistök miðlanna, oft í samvinnu við blaðamenn, og ber ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu og á fréttavef þess. Blaðamenn taka ekki við verkefnum frá öðrum en ritstjóra og faglegur aðskilnaður er á milli ritstjórnar og tekjuöflunardeildar.

Útgáfufélag miðlanna skal leitast við að ritstjórn fái við vinnu sína bestu aðstöðu sem hægt er að veita á hverjum tíma. Ritstjóri og blaðamenn skulu vera sjálfstæðir í störfum sínum. Áminning og uppsögn starfsmanns á ritstjórn blaðsins fer eftir ákvæðum kjarasamninga og þeim lögum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Eignarhald MD Reykjavíkur ehf.

 • 80%
  Sigurþór Marteinn Kjartansson
  kt. ekki birt
 • 20%
  Hálfur dagur ehf. í eigu Hjartar Atla Guðmundssonar Geirdal
  kt. 510821-0680

Upplýsingar um eignarhald uppfærðar 22. ágúst 2023

Upplýsingar um fyrirsvarsmann og ábyrgðarmann uppfærðar 21. nóvember 2023

Upplýsingar um miðil, vefsetur og netfang uppfærðar 15. janúar 2024