Fyrir fjölmiðla

Hér má nálgast eyðublöð vegna leyfisumsókna og skráninga fjölmiðla, upplýsingar um lög og reglur, leiðbeiningar og skýrslur um fjölmiðlamál og fjölmiðlamarkað.

Skýrslugjöf fjölmiðla fyrir rekstrarárið 2022

Skýrslugjöf fjölmiðla fyrir rekstrarárið 2022

 

Samkvæmt 23. gr. laga um fjölmiðla eiga fjölmiðlar að senda Fjölmiðlanefnd árlega skýrslu sem inniheldur upplýsingar um m.a. hlutfall evrópsks og íslensks efnis í sjónvarpsdagskrá og hlutfall efnis frá sjálfstæðum framleiðendum.  Einnig er óskað eftir öðrum upplýsingum sem varða t.d. rekstur,  kynjahlutföll starfsmanna o.fl. Upplýsingaöflun þessi er unnin í samstarfi við Hagstofu Íslands.

 

Skýrsluform fjölmiðla fyrir rekstrarárið 2022

Eyðublöð og rafræn skráning

Eyðublöð og rafræn skráning

Hér má nálgast eyðublöð Fjölmiðlanefndar, m.a. umsóknir um leyfi og skráningar og eyðublað vegna árlegrar skýrslugjafar fjölmiðla. Einnig má nálgast rafræna skráningu fjölmiðla hér að neðan og rafrænar umsóknir um skammtímaleyfi og almennt leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar.

Athugið að hala þarf niður pdf-skjölunum áður en þau eru fyllt út og vista þau þegar upplýsingar eru færðar inn. Ef þau eru fyllt út beint í gegnum netvafra vistast upplýsingarnar ekki.

Skýrslugjöf fjölmiðla samkvæmt 23. gr. laga um fjölmiðla:
Skýrsluform fjölmiðla fyrir rekstrarárið 2022

Leyfi til hljóð- og myndmiðlunar:
Hægt er að sækja um almennt leyfi til allt að sjö ára eða skammtímaleyfi til allt að þriggja mánaða

Rafræn umsókn um almennt leyfi (skrifa þarf undir með rafrænum skilríkjum)
Eyðublað fyrir umsókn um almennt leyfi
Rafræn umsókn um skammtímaleyfi (skrifa þarf undir með rafrænum skilríkjum)
Eyðublað fyrir umsókn um skammtímaleyfi

Skráning fjölmiðils:
Rafræn skráning (skrifa þarf undir með rafrænum skilríkjum)
Skráningareyðublað

Erlent endurvarp:
Tilkynning um erlent endurvarp samkvæmt lögum um fjölmiðla (word)
Tilkynning um erlent endurvarp samkvæmt lögum um fjölmiðla (pdf)

Lög og reglur

Lög og reglur

Með lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru á Alþingi 2011 var innleidd hljóð- og myndmiðlunartilskipun Evrópusambandsins. Önnur ákvæði laganna eru í samræmi við löggjöf nágrannaríkja Íslands á þessu sviði. Í lögunum hefur jafnframt verið litið til tilmæla Evrópuráðsins um fjölmiðla til að tryggja tjáningarfrelsi, frelsi til upplýsinga og önnur mannréttindi. Jafnframt var safnað saman ákvæðum er varða réttindi og skyldur fjölmiðla sem kveðið er á um í öðrum lögum, svo sem í hegningarlögum, til að tryggja að frumvarpið gefi heildstæða mynd af réttindum og skyldum fjölmiðla.

Hér að neðan má finna lög um fjölmiðla og önnur lög og reglur er varða starfsemi fjölmiðla og Fjölmiðlanefndar.

Lög nr 38/2011 um fjölmiðla
Lög nr. 62/2006 um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum
Upplýsingalög nr. 140/2012

Sérlög gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins. Rétt er að taka fram að Fjölmiðlanefnd hefur eingöngu eftirlit með 7. gr. um viðskiptaboð í lögum um Ríkisútvarpið, auk þess sem nefndin sinnir árlegu mati á almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins, skv. 15. gr. laganna.

Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013

Fjölmiðlanefnd er stjórnvald sem heyrir undir stjórnsýslulög. Um starfsemi Fjölmiðlanefndar gilda auk þess starfsreglur nr. 1363/2011, auk þess sem nefndin hefur sett sér reglur um málsmeðferð vegna kvartana til nefndarinnar og birt persónuverndarstefnu Fjölmiðlanefndar.

Stjórnsýslulög nr. 37/1993
Starfsreglur Fjölmiðlanefndar nr. 1363/2011
Málsmeðferðarreglur Fjölmiðlanefndar
Persónuverndarstefna Fjölmiðlanefndar

Skýrslur um fjölmiðlamál og fjölmiðlamarkað

Þróun fjölmiðlamarkaðar

Fjölmiðlamál og íslenskur fjölmiðlamarkaður hefur verið töluvert til umfjöllunar á síðustu árum vegna þeirra fjölmiðlafrumvarpa sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Nokkrar nefndir hafa verið skipaðar á síðastliðnum árum og hafa þær skilað af sér skýrslum. Þá hefur Hagstofan birt fróðlegar tölur um íslenskan fjölmiðlamarkað um árabil. Hér má finna skýrslur sem sýna þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði á síðustu árum og einnig skýrslur Fjölmiðlanefndar frá 2021 um miðla- og fréttanotkun og miðlalæsi almennings:

Úttekt á aðgengi almennings að sjónvarpsútsendingum. Mars 2023.

Miðlalæsi á Íslandi: Hluti III. Haturstal og neikvæð upplifun af netinu. Niðurstöður spurningakönnunar Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd. Ágúst 2021.

Miðlalæsi á Íslandi: Hluti II. Falsfréttir og upplýsingaóreiða. Niðurstöður spurningakönnunar Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd. Júní 2021. 

Miðlalæsi á Íslandi: Hluti I. Miðla- og fréttanotkun. Niðurstöður spurningakönnunar Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd. Maí 2021.

Greinargerð Fjölmiðlanefndar til mennta- og menningarmálaráðherra um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Ágúst 2018.

Rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Janúar 2018.

Skýrsla nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla 2005

Greinargerð um eignarhald á fjölmiðlum 2004.

Tölfræði og skýrslur um íslenska fjölmiðla hjá Hagstofu Íslands

Fjölmargar erlendar skýrslur og greinargerðir eru einnig gefnar út árlega um fjölmiðla og þróun fjölmiðlamarkaðar. Hægt er að finna efni bæði um norræna og evrópska fjölmiðla á ýmsum vefsvæðum, t.d. NORDICOM, vef Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og á vef Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hér að neðan er t.d. að finna ýmsan fróðleik um fjölmiðla.

NORDICOM
Evrópuráðið, fjölmiðlar og upplýsingasamfélagið
ÖSE, fulltrúi um frelsi fjölmiðla
Vefur framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um bann við duldum viðskiptaboðum & kostun og vöruinnsetning í hljóð- og myndefni

Fjölmiðlanefnd gaf árið 2015 út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um bann við duldum viðskiptaboðum í fjölmiðlum og um kostun og vöruinnsetning í hljóð- og myndefni. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að upplýsa fjölmiðlaveitur um gildandi reglur á þessu sviði, samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011. Fjölmiðlum er skylt að merkja viðskiptaboð sem slík en engu að síður eru dæmi um að viðskiptaboð í fjölmiðlum séu ekki alltaf nægilega vel aðgreind frá ritstjórnarefni. Því er talin þörf á að árétta og skýra gildandi réttarreglur á þessu sviði.  Leiðbeiningarnar voru endurskoðaðar nýlega í ljósi lagabreytinga og nýrra miðlunarleiða og gefnar út öðru sinni í janúar 2021.

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um bann við duldum viðskiptaboðum & kostun og vöruinnsetning í hljóð- og myndefni

Leiðbeiningar um skráningu hlaðvarpa hjá Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd gaf út í mars 2021 leiðbeiningar um skráningu hlaðvarpa hjá nefndinni. Tækniframfarir síðustu ára hafa haft veruleg áhrif á fjölmiðlun og gert mörkin á milli fjölmiðlunar í hefðbundnum skilningi og annars konar miðlunar efnis óljósari. Hafa einstaklingar í auknum mæli sett á laggirnar sín eigin hlaðvörp, enda hefur það aldrei verið eins auðvelt. Hlaðvörp njóta sífellt meiri vinsælda og hefur markaðshlutdeild þeirra aukist í takti við það. Mörg þeirra hafa nú fjölda kostenda og/eða auglýsinga. Í sumum tilvikum hlusta þúsundir á hvern þátt og eru slík hlaðvörp í beinni samkeppni við aðra fjölmiðla um hlustendur og kostendur. Markmiðið með leiðbeiningunum er að leiðbeina hlaðvarpsstjórnendum um skráningu hlaðvarpa og svara helstu spurningum sem gætu vaknað hjá þeim varðandi skráningu og lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hafa einnig borist fjöldi fyrirspurna, ábendinga og kvartana vegna auglýsinga í íslenskum hlaðvörpum sem vakið hafa upp spurningar um starfsemi hlaðvarpa.

Hægt er að skrá hlaðvarp með rafrænum hætti með því að smella HÉR. Athugið að skrifa þarf undir með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að fylla út eyðublað með því að smella HÉR og senda til Fjölmiðlanefndar.

Leiðbeiningar um skráningu hlaðvarpa hjá Fjölmiðlanefnd
Leiðbeiningar um skráningu hlaðvarpa hjá Fjölmiðlanefnd (pdf)

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um vernd barna gegn skaðlegu myndefni

Fjölmiðlanefnd gaf árið 2015 út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um vernd barna gegn skaðlegu myndefni í fjölmiðlum. Fjallað er um þann rétt í 1. mgr. 28. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í 28. gr. er einnig að finna svokallað vatnaskilaákvæði en það er eitt þeirra lagaákvæða sem mest hefur reynt á í ákvörðunum fjölmiðlanefndar frá því lög um fjölmiðla tóku gildi. Því var talin þörf á að skýra það og framkvæmd þess nánar.

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um vernd barna gegn skaðlegu efni

Leiðbeiningar um skammtímaleyfi fyrir útvarp

Samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 getur Fjölmiðlanefnd veitt fjölmiðlaveitu tímabundið leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Með fjölmiðlaveitu er átt við einstakling eða lögaðila sem starfrækir fjölmiðil. Leiðbeiningar nefndarinnar um skammtímaleyfi fyrir útvarp svara helstu spurningum sem gætu vaknað hjá þeim sem hyggjast sækja um slíkt leyfi. Leiðbeiningarnar eru sérstaklega gerðar með nemendur framhaldsskóla í huga en meirihluti þeirra sem sækja um skammtímaleyfi fyrir útvarp hjá Fjölmiðlanefnd eru nemendafélög framhaldsskóla. Leiðbeiningarnar má nálgast hér að neðan.

Leiðbeiningar um skammtímaleyfi fyrir útvarp

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun? Árið 2017 tóku Barnaheill, fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn (pdf)