Miðlalæsi

Fjölmiðlanefnd er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Miðlalæsi á Íslandi

Miðlalæsi á Íslandi

Könnunin um fjölmiðla- og netnotkun og færni almennings var framkvæmd af Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin var einnig lögð fyrir úrtak ungmenna á aldrinum 15-17 ára sem dregið var með tilviljun úr Þjóðskrá. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspegli þjóðina á þessum aldri út frá kyni og búsetu. Við vigtun gagna getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram í febrúar og mars 2021 og voru svarendur 1.442 talsins.

Meginmarkmið könnunarinnar er að búa til ramma sem hægt er að þróa í takti við breytta notkun á ólíkum miðlum. Einnig að kanna færni og þekkingu almennings með reglubundnum hætti þannig að hægt verði að greina hvernig hún breytist með tímanum.

Niðurstöður þessarar víðtæku spurningakönnunar verða gerðar aðgengilegar í nokkrum hlutum sem hægt er að nálgast hér:

Hluti 1 – Miðla & fréttanotkun

Hluti 2 – Falsfréttir & upplýsingaóreiða

Hluti 3 – Haturstal & neikvæð upplifun af netinu

Hluti 4 – Ritstjórnarefni & auglýsingar

Svona þekkir þú rangfærslur og falsfréttir

Stoppa, hugsa, athuga

„Falsfréttir“ er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Stundum er líka mikilvægum upplýsingum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu.

Oft er röngum og misvísandi upplýsingum dreift af ásetningi. Tilgangurinn getur verið að græða peninga, svindla á þér, hafa áhrif á pólitískar skoðanir þínar eða skapa ósætti í samfélaginu.

Svona þekkir þú falsfréttir:

Frekari fróðleik og upplýsingar um falsfréttir má finna hér á vefsíðu fjölmiðlanefndar

Hlaðvarp Fjölmiðlanefndar

Fjórða valdið – hlaðvarp Fjölmiðlanefndar

Þáttunum sem unnir eru af Fjölmiðlanefnd er ætlað að efla umræðu um miðlalæsi á Íslandi og kafa nánar í rannsóknir og skýrslur á því sviði sem nefndin gefur út. Þá verða málefni fjölmiðla og fjölmiðlunar rædd útfrá ýmsum sjónarhornum með viðtölum við fjölmiðlafólk, sérfræðinga og rannsakendur á sviði fjölmiðlunar.

#1 – Jón Gunnar Ólafsson – Nýdoktor – Falsfréttir og upplýsingaóreiða

#2 – Halldóra Þorsteinsdóttir – Hérðasdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti – Haturstal á netinu og hlaðvörp

#3 – Ari Brynjólfsson – Fréttastjóri á Fréttablaðinu – Ritstjórnarefni og auglýsingar

Skýrslur um fjölmiðlamál og fjölmiðlamarkað

Þróun fjölmiðlamarkaðar

Fjölmiðlamál og íslenskur fjölmiðlamarkaður hefur verið töluvert til umfjöllunar á síðustu árum vegna þeirra fjölmiðlafrumvarpa sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Nokkrar nefndir hafa verið skipaðar á síðastliðnum árum og hafa þær skilað af sér skýrslum. Þá hefur Hagstofan birt fróðlegar tölur um íslenskan fjölmiðlamarkað um árabil. Hér má finna skýrslur sem sýna þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði á síðustu árum og einnig skýrslur Fjölmiðlanefndar frá 2021 um miðla- og fréttanotkun og miðlalæsi almennings:

Greinargerð fjölmiðlanefndar til mennta- og menningarmálaráðherra um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Ágúst 2018.

Rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Janúar 2018.

Skýrsla nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla 2005

Greinargerð um eignarhald á fjölmiðlum 2004.

Tölfræði og skýrslur um íslenska fjölmiðla hjá Hagstofu Íslands

Fjölmargar erlendar skýrslur og greinargerðir eru einnig gefnar út árlega um fjölmiðla og þróun fjölmiðlamarkaðar. Hægt er að finna efni bæði um norræna og evrópska fjölmiðla á ýmsum vefsvæðum, t.d. NORDICOM, vef Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og á vef Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hér að neðan er t.d. að finna ýmsan fróðleik um fjölmiðla.

NORDICOM
Evrópuráðið, fjölmiðlar og upplýsingasamfélagið
ÖSE, fulltrúi um frelsi fjölmiðla
Vefur framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins