Um Fjölmiðlanefnd
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast Fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum.
Með starfsemi Fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.
Skipan Fjölmiðlanefndar
Einar Hugi Bjarnason
hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af menningar- og viðskiptaráðherra án tilnefningar.
Dr. María Rún Bjarnadóttir
doktor í internet- og mannréttindalögfræði frá lagadeild Sussex-háskóla í Englandi, varaformaður. Skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands.
Róbert H. Haraldsson
prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands. Skipaður af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.
Erla Skúladóttir
héraðsdómslögmaður, skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands.
Varamenn:
Sigrún Stefánsdóttir, skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra án tilnefningar.
Birgir Guðmundsson, skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.
Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir, tilnefnd af Hæstarétti Íslands.
Þorvaldur Hauksson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands.
Fjölmiðlanefnd er skipuð til 30. september 2027.
Starfsfólk Fjölmiðlanefndar
Elfa Ýr Gylfadóttir
framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
Anton Emil Ingimarsson
lögfræðingur
Skúli Bragi Geirdal
Sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands
Unnur Freyja Víðsdóttir
sérfræðingur
Þóra Jónsdóttir
lögfræðingur
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast Fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum.
Með starfsemi Fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.
Markmið fjölmiðlalaga er að samræma undir einni löggjöf alla fjölmiðlun óháð því á hvaða formi miðlun fer fram. Því leysti Fjölmiðlanefnd af hólmi útvarpsréttarnefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með hljóðvarpi og sjónvarpi frá árinu 1986 til 1. september 2011 þegar Fjölmiðlanefnd tók til starfa.
Fjölmiðlanefnd annast samskipti við einstaklinga, fyrirtæki, fjölmiðla, stjórnvöld og dómstóla auk þess sem hún annast samskipti við erlend fjölmiðlaeftirlit og aðrar erlendar stofnanir og samtök sem fást við málefni fjölmiðla.
Stefna og starfsreglur
Fjölmiðlanefnd leitast við að tryggja að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.
Málsmeðferðarreglur Fjölmiðlanefndar
Persónuverndarstefna Fjölmiðlanefndar
Samstarfssamningur Fjölmiðlanefndar og Neytendastofu um eftirlit með viðskiptaboðum
Ársskýrslur
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2022
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2021
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2020
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2019
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2018
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2017
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2016
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2015
Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar 2011-2014
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 2008-2011
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 2004-2008
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 1998-2004
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 1995-1997
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 1988-1991
Skýrsla útvarpsréttarnefndar 1986-1988