Um Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast Fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum.
 
Með starfsemi Fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Skipan Fjölmiðlanefndar

Einar Hugi Bjarnason

hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af menningar- og viðskiptaráðherra án tilnefningar.

Dr. María Rún Bjarnadóttir

doktor í internet- og mannréttindalögfræði frá lagadeild Sussex-háskóla í Englandi, varaformaður. Skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands.

Róbert H. Haraldsson

prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands. Skipaður af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.

Erla Skúladóttir

héraðsdómslögmaður, skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands.

Varamenn:
 
Sigrún Stefánsdóttir, skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra án tilnefningar.
Birgir Guðmundsson, skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.
Gunnlaugur Geirsson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands.
Þorvaldur Hauksson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands.

Fjölmiðlanefnd er skipuð til 30. september 2027.

Starfsfólk Fjölmiðlanefndar

Elfa Ýr Gylfadóttir

framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar

Anton Emil Ingimarsson

lögfræðingur

Skúli Bragi Geirdal

Sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands

Unnur Freyja Víðsdóttir

sérfræðingur

Þóra Jónsdóttir

lögfræðingur

Hlutverk Fjölmiðlanefndar

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast Fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum.

Með starfsemi Fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Markmið fjölmiðlalaga er að samræma undir einni löggjöf alla fjölmiðlun óháð því á hvaða formi miðlun fer fram. Því leysti Fjölmiðlanefnd af hólmi útvarpsréttarnefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með hljóðvarpi og sjónvarpi frá árinu 1986 til 1. september 2011 þegar Fjölmiðlanefnd tók til starfa.

Fjölmiðlanefnd annast samskipti við einstaklinga, fyrirtæki, fjölmiðla, stjórnvöld og dómstóla auk þess sem hún annast samskipti við erlend fjölmiðlaeftirlit og aðrar erlendar stofnanir og samtök sem fást við málefni fjölmiðla.

Stefna og starfsreglur

Stefna og starfsreglur

Fjölmiðlanefnd leitast við að tryggja að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Starfsreglur Fjölmiðlanefndar

Málsmeðferðarreglur Fjölmiðlanefndar

Persónuverndarstefna Fjölmiðlanefndar

Samstarfssamningur Fjölmiðlanefndar og Neytendastofu um eftirlit með viðskiptaboðum

Samkomulag úthlutunarnefndar og Fjölmiðlanefndar um sérfræðiaðstoð og umsýslu umsókna um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla

Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar.

Einar Hugi Bjarnason, formaður Fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012. Einar Hugi er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Einar Hugi hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma, oftast tengt lögmannsstörfum. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera. Einar Hugi kom að gerð frumvarps til laga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem lagt verður fyrir á 150. löggjafarþingi Alþingis 2019-2020. Þá hefur Einar Hugi flutt fjölda dómsmála á sviði fjölmiðlaréttar.
Dr. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur, varaformaður, tilnefnd af Hæstarétti.

 

Dr. María Rún Bjarnadóttir, varaformaður Fjölmiðlanefndar, lauk doktorsprófi í internet- og mannréttindalögfræði frá lagadeild Sussex háskóla í Englandi árið 2021 og starfar sem verkefnastjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Rannsóknir hennar varða áhrif tækniþróunar á mannréttindi, sérstaklega tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs, en einnig á samfélagslega innviði á borð við fjölmiðlun og löggæslu. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum og norrænum rannsóknarverkefnum sem hafa meðal annars varðað mörk samfélagsmiðla og fjölmiðla og stöðu og takmarkanir tjáningarfrelsisins á netinu. Hún starfaði um árabil hjá Stjórnarráði Íslands þar sem hún bar ábyrgð á undirbúningi lagasetningar og stefnumótun á sviði mannréttinda, persónuverndar og fjarskiptaréttar og var fulltrúi íslenskra stjórnvalda í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. María hefur sinnt stundakennslu í lögfræði, fjölmiðlafræði og lögreglufræði við Háskóla Íslands, Sussex háskóla og Háskólann á Akureyri. Þá sinnir hún reglulega lögfræðilegri ráðgjöf fyrir innlenda aðila á sviði mannréttinda, fjölmiðlaréttar, stjórnsýsluréttar og jafnréttismála. María Rún hefur setið í fjölmiðlanefnd frá í apríl 2019.
Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og kennslustjóri Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.

 

Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og kennslustjóri Háskóla Íslands, lauk BA-­prófi í heim­speki og sál­ar­fræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og dokt­ors­prófi í heim­speki frá Háskól­anum í Pitts­burgh árið 1997. Róbert hefur kennt við Háskóla Íslands frá árinu 1992 og verið pró­fessor í heim­speki frá árinu 2007. Róbert hefur sinnt marg­vís­legum trún­að­ar- og stjórn­un­ar­störfum innan Háskóla Íslands og einnig  starfað sem ráð­gjafi með ýmsum fag­fé­lög­um, fyr­ir­tækjum og stofn­unum á Íslandi. Hann var meðrit­stjóri tíma­rits­ins Skírn­is árin 1995-2000 og nor­ræna heim­speki­tíma­rits­ins SATS árin 2001-2015. Þá hefur hann setið í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands, með hléum, frá 1991 og starfað sem ritdómari á Morgunblaðinu. Róbert hefur setið í Fjölmiðlanefnd frá í nóvember 2017.
Erla Skúladóttir, lögfræðingur LL.M.

 

Erla útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hún var blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða laganámi og fjallaði lokaritgerð hennar um nafngreiningu sakborninga í fjölmiðlum. Erla hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2006 og lauk framhaldsnámi í evrópskum hugverkarétti, Master of Intellectual Property Law, við Háskólann í Stokkhólmi árið 2008. Erla starfar hjá lögfræðistofunni Málþingi og leggur í störfum sínum sérstaka áherslu á hugverkarétt og þýðingu hans fyrir atvinnulífið. Hún annast kennslu í vörumerkja- og einkaleyfarétti við lagadeild HÍ og stundar rannsóknir á réttarsviðinu við Lagastofnun. Erla starfaði áður í iðnaðarráðuneytinu og hjá embætti skattrannsóknarstjóra og kenndi auk þess fjölmiðlarétt við námsbraut HÍ í hagnýtri fjölmiðlun.
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri,
elfa [hjá] fjolmidlanefnd.is  

 

Elfa Ýr er fjölmiðla- og fjarskiptafræðingur að mennt. Hún lauk B.A.-námi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1995 og hefur lokið tveimur meistaragráðum, í fjölmiðla- og ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi árið 1996, og fjölmiðlun og boðskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum árið 2000.  Frá 2006 til 2011 starfaði Elfa Ýr sem deildarstjóri fjölmiðladeildar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Elfa Ýr hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands í 18 ár og kennt m.a. menningarfræði, fjölmiðlafræði og fjölmiðlarétt. Hún var formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og upplýsingasamfélagið árin 2016-2017 og hefur einnig verið varaformaður nefndarinnar 2011 og 2018-2019. Elfa Ýr hefur haldið fjölmörg erindi og stýrt málþingum um tjáningarfrelsi, frelsi til upplýsinga og fjölmiðlalöggjöf í ríkjum álfunnar sem fjölmiðlasérfræðingur á vegum Evrópuráðsins á undanförnum 12 árum. Elfa hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd 2011
Anton Emil Ingimarsson, lögfræðingur,
anton [hjá] fjolmidlanefnd.is 

 

Anton Emil er lögfræðingur að mennt. Hann lauk meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2018. Hann hefur sérhæft sig í lögfræði og tækni, persónuvernd og mannréttindum. Lokaritgerð Antons Emils við Háskóla Íslands fjallaði um auðkennisþjófnað (e. identity theft) í samhengi íslenskra laga með áherslu á slíka háttsemi á internetinu, þá sérstaklega samfélagsmiðlum. Anton hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd árið 2019. 
Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands,
skuli [hjá] fjolmidlanefnd.is
Skúli er fjölmiðlafræðingur að mennt, ásamt því að hafa stundað nám við grafíska hönnun í Myndlistarskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað við dagskrárgerð, ritstjórn og hönnun hjá N4 frá árinu 2018 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumótun á miðlinum. Þá hefur hann einnig annast stundakennslu í fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri, starfað sjálfstætt við hönnun og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum. Skúli hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd árið 2021.
Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur,
unnur [hjá] fjolmidlanefnd.is
 
Unnur Freyja er fjölmiðlafræðingur að mennt en hún hefur einnig stundað nám í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Samhliða námi í fjölmiðlafræði starfaði hún við greinaskrif fyrir tímaritið Vertu Úti og síðar sem blaðamaður á Morgunblaðinu, mbl.is og ViðskiptaMogganum. Þá kom hún einnig að framleiðslu á þætti fyrir frönsku ríkissjónvarpsstöðina France 3. Unnur hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd árið 2023.
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur,
thora [hjá] fjolmidlanefnd.is
 

Þóra er lögfræðingur að mennt. Hún lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013.

Að námi loknu starfaði Þóra hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi þar til hún hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd í október 2023.

Þóra hefur lagt áherslu á mannréttindi barna í víðum skilningi og sérhæft sig í vernd barna gegn ofbeldi sem og rétti barna til þátttöku. Þóra hefur sinnt stundakennslu um Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, Barnasáttmálann, fyrir félagsráðgjafanema Háskóla Íslands frá 2019.

Þóra sinnti verkefnastjórn Ábendingalínu Barnaheilla og sat sem fulltrúi Barnaheilla í alþjóðasamtökunum INHOPE í átta ár, þar af sat hún í stjórn samtakanna í þrjú og hálft ár.

Þóra hefur haldið fyrirlestra og námskeið um réttindi barna og staðið fyrir ýmsu samstarfi um bætt réttindi barna.