Hvað þurfa foreldrar og aðrir aðstandendur barna að hafa í huga ef þeir deila efni um börn á samfélagsmiðlum? Svarið við þeirri spurningu er inntak nýrra viðmiða vegna umfjöllunar um börn á samfélagsmiðlum, sem birt voru í dag, 6. febrúar 2018, á alþjóðlegum degi netöryggis.

Viðmiðin eru hugsuð sem heilræði fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Eru þeir meðal annars hvattir til að hugsa sig um áður en efni um börn er deilt á samfélagsmiðlum og hafa í huga lykilorðin fjögur: Friðhelgi, samþykki, ábyrgð og öryggi. 

Það voru fjölmiðlanefnd, Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli, SAFT og Unicef sem tóku höndum saman um gerð viðmiðanna.