Framsögur og umræða á málþingi fjölmiðlanefndar

Þann 16. maí síðastliðinn stóð fjölmiðlanefnd fyrir málþingi um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði sem fjölmiðlaveitum sem sinna fréttum og fréttatengdu efni er gert að setja sér samkvæmt 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011.

Ástæða þess að ákveðið var að halda málþingið var að fjölmiðlanefnd telur mikilvægt að stuðla að faglegri umræðu um skyldu fjölmiðla til að setja sér slíkar reglur og efni þeirra. Jafnframt er mikilvægt að tryggja að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt útgefenda, ritstjóra og blaðamanna.

Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman umræðuskjal um framsögur og það helsta sem fram kom í umræðum á málþinginu. Nálgast má umræðuskjalið hér.