Álit fjölmiðlanefndar um brot 365 miðla ehf. vegna birtingar auglýsinga frá PokerStars.com á Stöð 2 Sport 2

Fjölmiðlanefnd ákvað á fundi sínum þann 5. mars að senda frá sér álit vegna brota 365 miðla gegn ákvæði 4. mgr. 37. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, en í ákvæðinu segir að að viðskiptaboð og fjarkaup fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi sé óheimil. Brotið varðaði birtingu auglýsinga frá PokerStars.com á Stöð 2 Sport 2.

Upphaf málsins má rekja til þess að fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Íslenskum getraunum sem leiddi til þess að nefndin ákvað að taka til skoðunar hvort 365 miðlar hefðu brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 þar sem kveðið er á um að viðskiptaboð og fjarkaup fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi sé óheimil.

Var það niðurstaða nefndarinnar að 365 miðlar ehf. hefðu brotið gegn ákvæðinu með birtingu auglýsinga frá PokerStars.com á Stöð 2 Sport 2.

Álitið í máli 365 miðla ehf. má nálgast hér.