Um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu
í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi frá 21. október sl.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Erlu Hlynsdóttur, frá 21. október sl. hefur vakið athygli. Þar taldi dómstóllinn að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu með því að dæma blaðamann til greiðslu skaðabóta fyrir ummæli sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum hennar, í blaðagrein í DV árið 2007. Dómur Hæstaréttar féll áður en fjölmiðlalög tóku gildi og miðaðist því við eldri löggjöf; lög um prentrétt nr. 57/1956. Því vaknar sú spurning hvort fjölmiðlalög hafi breytt stöðunni varðandi ábyrgð blaðamanna á prentuðu efni – og hvort Hæstiréttur myndi dæma öðruvísi í máli Erlu Hlynsdóttur í dag. Hér verður leitast við að svara því.
Ástæða þess að dómur Mannréttindadómstólsins frá 21. okt sl. miðast við prentlögin frá 1956 en ekki fjölmiðlalög frá 2011 er sú að hin kærða blaðagrein í DV um Byrgismálið birtist árið 2007 og dómur Hæstaréttar í málinu fell 2009 – hvoru tveggja fyrir gildistöku laga um fjölmiðla nr. 38/2011.
Við gildistöku fjölmiðlalaga (fml.) urðu grundvallarbreytingar á reglum um ábyrgð blaðamanna á prentuðu efni. Með 2. málsl. a-liðar 1. mgr. 51. gr. fml. voru tekin af öll tvímæli: Blaðamenn á prentmiðlum bera ekki ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Þar segir: Sé ritefni réttilega haft eftir nafngreindum einstaklingi beri sá sem það er haft eftir ábyrgð á eigin ummælum hafi hann samþykkt miðlun þeirra og sé annað hvort heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.
Þrjú skilyrði þess að ábyrgð falli á viðmælanda
Af orðalagi ákvæðisins má ráða að sett eru þrjú skilyrði þess að ábyrgð vegna tiltekinna ummæla viðmælenda falliekki á blaðamann, heldur þann einstakling sem lét ummælin falla í blaðaviðtali:
1. Ritefni sé réttilega haft eftir nafngreindum einstaklingi.
2. Viðmælandinn hafi samþykkt miðlun ummælanna
3. Viðmælandinn sé heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.
Almennt séð myndi Hæstiréttur því dæma öðruvísi í meiðyrðamálum gegn blaðamönnum nú en í tíð eldri löggjafar. Að því gefnu að ofangreind skilyrði séu uppfyllt fellur bóta- og refsiábyrgð ekki lengur á blaðamann, vegna ummæla sem viðmælandi hans hefur látið falla. Til dæmis má gera ráð fyrir því að Hæstiréttur hefði dæmt öðruvísi í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Björk Eiðsdóttur, þáverandi blaðamanni Vikunnar, og Guðrúnu Elínu Arnardóttur, ritstjóra Vikunnar, (Hrd. 328/2008), þar sem sýknudómi héraðsdóms var snúið við og blaðamaðurinn dæmdur til greiðslu miskabóta. Í því máli lá bæði fyrir hljóðupptaka af viðtali Bjarkar og staðfesting viðmælandans í tölvupósti á því að rétt væri eftir honum haft og að heimilt væri að birta viðtalið í endanlegri mynd. Á grundvelli núgildandi laga teldist viðmælandinn því bera ábyrgð á orðum sínum en ekki blaðamaðurinn. Þess ber þó að geta að í þessu tiltekna máli gerði stefnandinn, Ásgeir Þór, dómsátt við viðmælandann áður en til aðalmeðferðar í héraði kom og féll í kjölfarið frá öllum kröfum á hendur honum.
Einnig má benda á nýlegan dóm Hæstaréttar í máli frá 21. febrúar 2013 (Hrd. 525/2012) þar sem fjallað var um kröfu um ómerkingu ummæla sem rituð höfðu verið á vefmiðlinum Pressunni annars vegar fyrir og hins vegar eftir gildistöku fjölmiðlalaga. Þar var ritstjóri Pressunnar var ekki talinn ábyrgur fyrir ummælum sem fallið höfðu eftir gildistöku laganna, enda væru þau réttilega höfð eftir nafngreindum einstaklingum.
Viðmælendur ekki samþykkir
Í Byrgismálinu; máli því sem leiddi til Hæstaréttardóms nr. 104/2009, sbr. dóm Mannréttindadómstólsins frá 21. október sl., er staðan hins vegar flóknari. Ástæðan er sú að viðmælendur blaðamannsins Erlu Hlynsdóttur báru því við að hún hefði ekki haft rétt eftir þeim ummæli, frásagnir og lýsingar sem fram komu í greininni og krafist var að dæmd yrðu dauð og ómerk. Fram kom að þótt símtöl blaðamanns og viðmælenda hefðu verið hljóðrituð hefði hluta þeirra verið fargað. Var það mat Hæstaréttar að Erlu hefði ekki tekist að færa sönnur á að öll ummælin væru réttilega höfð eftir viðmælendum. Þá lá ekki fyrir staðfesting þess að viðmælendur hefðu samþykkt birtingu þeirra viðtala sem hljóðritanir voru til af.
Í því máli hefðu viðmælendur því að öllum líkindum ekki verið taldir bera bótaábyrgð á hinum kærðu ummælum, þótt lög um fjölmiðla nr. 38/2011 hefðu verið í gildi á þeim tíma. Því hefði komið til álita að fella ábyrgð á blaðamanninn.
Tjáningarfrelsi fjölmiðla
Koma þá til skoðunar tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur með lögum nr. 62/1994 og hefur af fræðimönnum verið talinn hafa stjórnarskrárígildi hér á landi.
Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað að tjáningarfrelsið sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisins og lýðræðislegrar umfjöllunar í fjölmiðlum. Við skýringar á markalínunni milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis hefur dómstóllinn lagt mikið upp úr því hvort sú tjáning sem um ræðir feli í sér framlag til samfélagsumræðu sem varði hagsmuni almennings. Eins og áður greinir hefur Hæstiréttur Íslands fellt bótaábyrgð á blaðamenn í nokkrum dómum, sem snúið hefur verið við fyrir Mannréttindadómstólnum og verið taldir brot á 10. gr. Mannréttindasáttmálans.
Í máli Bjarkar Eiðsdóttur gegn Íslandi frá 10. júlí 2012 sagði dómstóllinn: „Í þessu sambandi vill dómurinn ítreka að fréttaflutningur byggður á viðtölum, hvort sem þeim er ritstýrt eða ekki, er ein mikilvægasta aðferð fjölmiðla til þess að gegna nauðsynlegu hlutverki sínu sem „varðhundur almennings“.
Mannréttindadómstóllinn talaði einnig um mikilvægi fjölmiðla sem varðhunda almennings í máli Jersild gegn Danmörku frá 23. september 1994. Þar sagði MDE að það myndi hamla verulega framlagi fjölmiðla til almennrar umræðu ef þeim væri refsað fyrir að greina frá viðhorfum annarra sem kæmu fram í viðtölum.
Þriggja þrepa nálgun Mannréttindadómstólsins
Bæði ákvæði 73. gr. stjórnarskrár. og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu gera þó ráð fyrir að takmarka megi tjáningu en skv. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þurfa þá ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Skilyrðin eða þrepin eru í raun þrjú:
1. Það verður að vera lagastoð fyrir takmörkun.
2. Almannahagsmunir eða eftir atvikum einkahagsmunir verða að búa að baki (vernd heilsu eða siðgæðis manna, réttinda eða mannorðs og þjóðaröryggis)
3. Takmarkanirnar verða að vera nauðsynlegar og samræmast lýðræðishefðum.
Segja má að Hæstiréttur hafi hingað til ekki tileinkað sér þessa þriggja þrepa nálgun. Í máli Bjarkar Eiðsdóttur lét Hæstiréttur til dæmis við það sitja að kanna hvort lagaheimild væri til staðar og eftir atvikum almanna- eða einkahagsmunir en lagðist ekki í mat á því hvort það væri raunverulega nauðsynlegt í þessu tilfelli að ganga svona langt. En þriðja skilyrðið verður líka að vera uppfyllt svo að takmörkun sé heimil.
Mannréttindadómstóll Evrópu beitir skipulegri þriggja þrepa nálgun í dómi sínum í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi frá 21. október sl. Varðandi fyrsta þrepið sagði Mannréttindadómstóllinn að lagastoð fyrir takmörkun hefði verið fyrir hendi í ákvæðum hegningarlaga, prentlaga og skaðabótalaga. Þá hafi þeir hagsmunir að vernda mannorð annarra búið að baki, sbr. þrep 2.
Gildisdómar og góð trú
Dómstóllinn taldi hins vegar ekki að takmarkanir á tjáningarfrelsi blaðamanns hefðu verið nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi, sbr. þrep 3. Í því samhengi benti dómstóllinn m.a. á að hluti hina kærðu ummæla hefðu verið gildisdómar en ekki staðhæfingar um staðreyndir. Munurinn á þessum hugtökum er aðallega sá að ekki eru gerðar jafn ríkar sönnunarkröfur þegar um gildisdóma er að ræða, heldur þarf að sýna fram á að þeir séu settir fram í góðri trú og eigi sér staðreyndagrundvöll. Gildisdómar styðjast við skoðanafrelsi og njóta þannig ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir (sjá mál Heiðars Más Guðjónssonar gegn Inga Frey Vilhjálmssyni o.fl. í Hrd. 673/2011 og dóm MDE í máli Lingens g. Austurríki frá 8.7.1986.) Í dómi sínum frá 21. okt. sl. segir Mannréttindadómstóllinn Hæstarétt ekki hafa sýnt fram á að Erla Hlynsdóttir hafi ekki verið í góðri trú, sem ábyrgur blaðamaður að flytja fréttir er fælu í sér framlag til samfélagsumræðu sem varðaði hagsmuni almennings. Ummælin hafi átt sér staðreyndagrundvöll, m.a. þar sem hluti þeirra hafi verið í samræmi við það sem fram kom í lögregluyfirheyrslum skömmu áður en greinin birtist.
Mat Hæstaréttar úr takti við dómarfordæmi MDE
Þá segir Mannréttindadómstóllinn að jafnvel þótt ástæður Hæstaréttar fyrir því að takmarka tjáningarfrelsið með þessum hætti væru góðar og gildar hafi Hæstiréttur ekki vegið og metið rétt blaðamanna til tjáningarfrelsis annars vegar og rétt þeirra sem fjallað var um til verndar mannorðs hins vegar, út frá þeim rótgrónum meginreglum sem ráða megi af dómafordæmum Mannréttindadómstólsins. Þar af leiðandi hafi Hæstiréttur ekki rannsakað til hlítar hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu væru nauðsynlegar út frá ríkum almannahagsmunum (e. pressing social need). Því teljist dómur Hæstaréttar brot á 10. gr. MSE.
Ekki er hægt að fullyrða að Hæstiréttur myndi dæma öðruvísi í þessu tiltekna dómsmáli en gert var árið 2009, hefðu fjölmiðlalög verið í gildi á þeim tíma. Þó verður að telja líklegt, eða í það minnsta hugsanlegt, að Hæstiréttur muni framvegis túlka tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár í auknum mæli út frá tjáningarfrelsisákvæðum. stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, með hliðsjón af dómafordæmum Mannréttindadómstólsins í meiðyrðamálum á hendur blaðamönnum.
HVERJU BREYTTU FJÖLMIÐLALÖGIN?
Um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu
í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi frá 21. október sl.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Erlu Hlynsdóttur, frá 21. október sl. hefur vakið athygli. Þar taldi dómstóllinn að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu með því að dæma blaðamann til greiðslu skaðabóta fyrir ummæli sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum hennar, í blaðagrein í DV árið 2007. Dómur Hæstaréttar féll áður en fjölmiðlalög tóku gildi og miðaðist því við eldri löggjöf; lög um prentrétt nr. 57/1956. Því vaknar sú spurning hvort fjölmiðlalög hafi breytt stöðunni varðandi ábyrgð blaðamanna á prentuðu efni – og hvort Hæstiréttur myndi dæma öðruvísi í máli Erlu Hlynsdóttur í dag. Hér verður leitast við að svara því.
Ástæða þess að dómur Mannréttindadómstólsins frá 21. okt sl. miðast við prentlögin frá 1956 en ekki fjölmiðlalög frá 2011 er sú að hin kærða blaðagrein í DV um Byrgismálið birtist árið 2007 og dómur Hæstaréttar í málinu fell 2009 – hvoru tveggja fyrir gildistöku laga um fjölmiðla nr. 38/2011.
Við gildistöku fjölmiðlalaga (fml.) urðu grundvallarbreytingar á reglum um ábyrgð blaðamanna á prentuðu efni. Með 2. málsl. a-liðar 1. mgr. 51. gr. fml. voru tekin af öll tvímæli: Blaðamenn á prentmiðlum bera ekki ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Þar segir: Sé ritefni réttilega haft eftir nafngreindum einstaklingi beri sá sem það er haft eftir ábyrgð á eigin ummælum hafi hann samþykkt miðlun þeirra og sé annað hvort heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.
Þrjú skilyrði þess að ábyrgð falli á viðmælanda
Af orðalagi ákvæðisins má ráða að sett eru þrjú skilyrði þess að ábyrgð vegna tiltekinna ummæla viðmælenda falliekki á blaðamann, heldur þann einstakling sem lét ummælin falla í blaðaviðtali:
1. Ritefni sé réttilega haft eftir nafngreindum einstaklingi.
2. Viðmælandinn hafi samþykkt miðlun ummælanna
3. Viðmælandinn sé heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.
Almennt séð myndi Hæstiréttur því dæma öðruvísi í meiðyrðamálum gegn blaðamönnum nú en í tíð eldri löggjafar. Að því gefnu að ofangreind skilyrði séu uppfyllt fellur bóta- og refsiábyrgð ekki lengur á blaðamann, vegna ummæla sem viðmælandi hans hefur látið falla. Til dæmis má gera ráð fyrir því að Hæstiréttur hefði dæmt öðruvísi í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Björk Eiðsdóttur, þáverandi blaðamanni Vikunnar, og Guðrúnu Elínu Arnardóttur, ritstjóra Vikunnar, (Hrd. 328/2008), þar sem sýknudómi héraðsdóms var snúið við og blaðamaðurinn dæmdur til greiðslu miskabóta. Í því máli lá bæði fyrir hljóðupptaka af viðtali Bjarkar og staðfesting viðmælandans í tölvupósti á því að rétt væri eftir honum haft og að heimilt væri að birta viðtalið í endanlegri mynd. Á grundvelli núgildandi laga teldist viðmælandinn því bera ábyrgð á orðum sínum en ekki blaðamaðurinn. Þess ber þó að geta að í þessu tiltekna máli gerði stefnandinn, Ásgeir Þór, dómsátt við viðmælandann áður en til aðalmeðferðar í héraði kom og féll í kjölfarið frá öllum kröfum á hendur honum.
Einnig má benda á nýlegan dóm Hæstaréttar í máli frá 21. febrúar 2013 (Hrd. 525/2012) þar sem fjallað var um kröfu um ómerkingu ummæla sem rituð höfðu verið á vefmiðlinum Pressunni annars vegar fyrir og hins vegar eftir gildistöku fjölmiðlalaga. Þar var ritstjóri Pressunnar var ekki talinn ábyrgur fyrir ummælum sem fallið höfðu eftir gildistöku laganna, enda væru þau réttilega höfð eftir nafngreindum einstaklingum.
Viðmælendur ekki samþykkir
Í Byrgismálinu; máli því sem leiddi til Hæstaréttardóms nr. 104/2009, sbr. dóm Mannréttindadómstólsins frá 21. október sl., er staðan hins vegar flóknari. Ástæðan er sú að viðmælendur blaðamannsins Erlu Hlynsdóttur báru því við að hún hefði ekki haft rétt eftir þeim ummæli, frásagnir og lýsingar sem fram komu í greininni og krafist var að dæmd yrðu dauð og ómerk. Fram kom að þótt símtöl blaðamanns og viðmælenda hefðu verið hljóðrituð hefði hluta þeirra verið fargað. Var það mat Hæstaréttar að Erlu hefði ekki tekist að færa sönnur á að öll ummælin væru réttilega höfð eftir viðmælendum. Þá lá ekki fyrir staðfesting þess að viðmælendur hefðu samþykkt birtingu þeirra viðtala sem hljóðritanir voru til af.
Í því máli hefðu viðmælendur því að öllum líkindum ekki verið taldir bera bótaábyrgð á hinum kærðu ummælum, þótt lög um fjölmiðla nr. 38/2011 hefðu verið í gildi á þeim tíma. Því hefði komið til álita að fella ábyrgð á blaðamanninn.
Tjáningarfrelsi fjölmiðla
Koma þá til skoðunar tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur með lögum nr. 62/1994 og hefur af fræðimönnum verið talinn hafa stjórnarskrárígildi hér á landi.
Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað að tjáningarfrelsið sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisins og lýðræðislegrar umfjöllunar í fjölmiðlum. Við skýringar á markalínunni milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis hefur dómstóllinn lagt mikið upp úr því hvort sú tjáning sem um ræðir feli í sér framlag til samfélagsumræðu sem varði hagsmuni almennings. Eins og áður greinir hefur Hæstiréttur Íslands fellt bótaábyrgð á blaðamenn í nokkrum dómum, sem snúið hefur verið við fyrir Mannréttindadómstólnum og verið taldir brot á 10. gr. Mannréttindasáttmálans.
Í máli Bjarkar Eiðsdóttur gegn Íslandi frá 10. júlí 2012 sagði dómstóllinn: „Í þessu sambandi vill dómurinn ítreka að fréttaflutningur byggður á viðtölum, hvort sem þeim er ritstýrt eða ekki, er ein mikilvægasta aðferð fjölmiðla til þess að gegna nauðsynlegu hlutverki sínu sem „varðhundur almennings“.
Mannréttindadómstóllinn talaði einnig um mikilvægi fjölmiðla sem varðhunda almennings í máli Jersild gegn Danmörku frá 23. september 1994. Þar sagði MDE að það myndi hamla verulega framlagi fjölmiðla til almennrar umræðu ef þeim væri refsað fyrir að greina frá viðhorfum annarra sem kæmu fram í viðtölum.
Þriggja þrepa nálgun Mannréttindadómstólsins
Bæði ákvæði 73. gr. stjórnarskrár. og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu gera þó ráð fyrir að takmarka megi tjáningu en skv. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þurfa þá ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Skilyrðin eða þrepin eru í raun þrjú:
1. Það verður að vera lagastoð fyrir takmörkun.
2. Almannahagsmunir eða eftir atvikum einkahagsmunir verða að búa að baki (vernd heilsu eða siðgæðis manna, réttinda eða mannorðs og þjóðaröryggis)
3. Takmarkanirnar verða að vera nauðsynlegar og samræmast lýðræðishefðum.
Segja má að Hæstiréttur hafi hingað til ekki tileinkað sér þessa þriggja þrepa nálgun. Í máli Bjarkar Eiðsdóttur lét Hæstiréttur til dæmis við það sitja að kanna hvort lagaheimild væri til staðar og eftir atvikum almanna- eða einkahagsmunir en lagðist ekki í mat á því hvort það væri raunverulega nauðsynlegt í þessu tilfelli að ganga svona langt. En þriðja skilyrðið verður líka að vera uppfyllt svo að takmörkun sé heimil.
Mannréttindadómstóll Evrópu beitir skipulegri þriggja þrepa nálgun í dómi sínum í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi frá 21. október sl. Varðandi fyrsta þrepið sagði Mannréttindadómstóllinn að lagastoð fyrir takmörkun hefði verið fyrir hendi í ákvæðum hegningarlaga, prentlaga og skaðabótalaga. Þá hafi þeir hagsmunir að vernda mannorð annarra búið að baki, sbr. þrep 2.
Gildisdómar og góð trú
Dómstóllinn taldi hins vegar ekki að takmarkanir á tjáningarfrelsi blaðamanns hefðu verið nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi, sbr. þrep 3. Í því samhengi benti dómstóllinn m.a. á að hluti hina kærðu ummæla hefðu verið gildisdómar en ekki staðhæfingar um staðreyndir. Munurinn á þessum hugtökum er aðallega sá að ekki eru gerðar jafn ríkar sönnunarkröfur þegar um gildisdóma er að ræða, heldur þarf að sýna fram á að þeir séu settir fram í góðri trú og eigi sér staðreyndagrundvöll. Gildisdómar styðjast við skoðanafrelsi og njóta þannig ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir (sjá mál Heiðars Más Guðjónssonar gegn Inga Frey Vilhjálmssyni o.fl. í Hrd. 673/2011 og dóm MDE í máli Lingens g. Austurríki frá 8.7.1986.) Í dómi sínum frá 21. okt. sl. segir Mannréttindadómstóllinn Hæstarétt ekki hafa sýnt fram á að Erla Hlynsdóttir hafi ekki verið í góðri trú, sem ábyrgur blaðamaður að flytja fréttir er fælu í sér framlag til samfélagsumræðu sem varðaði hagsmuni almennings. Ummælin hafi átt sér staðreyndagrundvöll, m.a. þar sem hluti þeirra hafi verið í samræmi við það sem fram kom í lögregluyfirheyrslum skömmu áður en greinin birtist.
Mat Hæstaréttar úr takti við dómarfordæmi MDE
Þá segir Mannréttindadómstóllinn að jafnvel þótt ástæður Hæstaréttar fyrir því að takmarka tjáningarfrelsið með þessum hætti væru góðar og gildar hafi Hæstiréttur ekki vegið og metið rétt blaðamanna til tjáningarfrelsis annars vegar og rétt þeirra sem fjallað var um til verndar mannorðs hins vegar, út frá þeim rótgrónum meginreglum sem ráða megi af dómafordæmum Mannréttindadómstólsins. Þar af leiðandi hafi Hæstiréttur ekki rannsakað til hlítar hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu væru nauðsynlegar út frá ríkum almannahagsmunum (e. pressing social need). Því teljist dómur Hæstaréttar brot á 10. gr. MSE.
Ekki er hægt að fullyrða að Hæstiréttur myndi dæma öðruvísi í þessu tiltekna dómsmáli en gert var árið 2009, hefðu fjölmiðlalög verið í gildi á þeim tíma. Þó verður að telja líklegt, eða í það minnsta hugsanlegt, að Hæstiréttur muni framvegis túlka tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár í auknum mæli út frá tjáningarfrelsisákvæðum. stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, með hliðsjón af dómafordæmum Mannréttindadómstólsins í meiðyrðamálum á hendur blaðamönnum.