Fjölmiðlar í brennidepli

Staða og horfur á íslenskum fjölmiðlamarkaði hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og víðar á síðustu vikum. Líflegar umræður spunnust um efnið í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 þann 7. janúar sl., þar sem Jón Trausti Reynisson blaðamaður, Andri Snær Magnason rithöfundur, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Valgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri og aðjúnkt við meistaranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands,  og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður á Kjarnanum tóku þátt.

Þá fjallaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri um hlutverk fjölmiðlanefndar í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1 þann 9. janúar sl., auk þess sem Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar, ræddi um stöðu íslenskrar fjölmiðlunar í sjónvarpsþættinum Viðtalið á RÚV síðastliðið mánudagskvöld.