Nýr fjölmiðill: Hringbraut

Nýr fjölmiðill, Hringbraut, var skráður hjá fjölmiðlanefnd í janúarmánuði. Upplýsingar, þ. á m. um eignarhald fjölmiðilsins er að finna hér.

Hringbraut verður ókeypis sjónvarps- og vefmiðill og er stefnt að því að útsendingar í sjónvarpi hefjist í febrúar á rásum 7 hjá Símanum og 25 á Vodafone. Vefmiðillinn verður á slóðinni www.hringbraut.is

Í umsókn Hringbrautar segir m.a. að fjölmiðillinn eigi að vera lifandi vettvangur fyrir reynslumikla fjölmiðlamenn og áhrifafólk í þjóðfélaginu sem jöfnum höndum annist þáttastjórn, pistla- og fréttaskrif. Ritstjóri og dagskrárstjóri Hringbrautar er Sigmundur Ernir Rúnarsson.