Nýr fjölmiðill: Útvarp Akureyri

Ný útvarpsstöð, Útvarp Akureyri, hefur fengið úthlutað almennu leyfi til hljóðmiðlunar hjá fjölmiðlanefnd.

Upplýsingar, þar á meðal um eignarhald fjölmiðilsins er að finna hér. Sent verður út á Akureyri og er stefnt að því að útvarpsstöðin fari í loftið þann 1. mars næstkomandi.

Í lýsingu á dagskrárstefnu útvarpsstöðvarinnar segir meðal annars að fjallað verði um menningartengd málefni líðandi stundar á Akureyri og nágrenni. Þá verði þjóðfélagsumræða, skemmtiefni og beinar útsendingar frá menningarviðburðum á dagskrá.