Leiðbeiningar fjölmiðlanefndar um vernd barna gegn skaðlegu efni

Hvers konar efni má eingöngu sýna eftir „vatnaskil“ í sjónvarpi? Gildir vatnaskilaákvæði fjölmiðlalaga um tímaflakk sjónvarpsstöðva? Hafa reglur um vernd barna einhverja þýðingu á tímum internets? Fjölmiðlanefnd hefur gefið út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um vernd barna gegn skaðlegu efni. Leiðbeiningarnar snúa einkum að því hvers konar efni má sýna í hljóð- og myndmiðlum fyrir og eftir svokölluð vatnaskil, þ.e. tiltekinn tíma að kvöldi og tiltekinn tíma að morgni.

Börn eiga rétt á því að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fjallað er um þann rétt í 1. mgr. 28. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í 28. gr. er einnig að finna svokallað vatnaskilaákvæði en það er eitt þeirra lagaákvæða sem mest hefur reynt á í ákvörðunum fjölmiðlanefndar frá því lög um fjölmiðla tóku gildi. Því er talin þörf á að skýra það og framkvæmd þess nánar.

Markmið fjölmiðlanefndar með útgáfu leiðbeininganna er upplýsa hljóð- og myndmiðla um skilyrði 28. gr. laga um fjölmiðla, þau sjónarmið sem liggja þar að baki og hvernig uppfylla má þær kröfur sem þar eru gerðar. Tilgangurinn er að meðferð fjölmiðlanefndar á málum, er varða brot á 28. gr. laga um fjölmiðla, verði eins gagnsæ og fyrirsjáanleg og mögulegt er og að gætt verði jafnræðis milli hljóð- og myndmiðla við meðferð slíkra mála.

Leiðbeiningarnar voru sendar eftirfarandi hljóð- og myndmiðlum til umsagnar í maí 2015: Ríkisútvarpinu, 365 miðlum, Skjánum, N4, Hringbraut, Omega, ÍNN, Vodafone og vefmiðlinum Filma.is. Umsagnir bárust frá 365 miðlum og félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK, en aðrar fjölmiðlaveitur gerðu ekki athugasemdir við efni skjalsins.

Reglur um vernd barna og vatnaskil lágmarka líkurnar á að börn hafi aðgang að efni sem talist getur skaðlegt velferð þeirra. Þeim er ekki hvað síst ætlað að vernda viðkvæm börn og börn sem ekki geta gengið að leiðsögn og stuðningi vísum heima fyrir. Með því að fjölmiðlaveitur bera ábyrgð á því framfylgja reglum um vatnaskil og vernd barna aukast líkur á að öll börn njóti viðunandi verndar gegn efni sem ekki er við þeirra hæfi, óháð heimilisaðstæðum hverju sinni.

Skjalið má nálgast hér:

Leiðbeiningar fjölmiðlanefndar um vernd barna gegn skaðlegu efni

 

Leiðbeiningar fjölmiðlanefndar um vernd barna gegn skaðlegu efni

Hvers konar efni má eingöngu sýna eftir „vatnaskil“ í sjónvarpi? Hvers konar efni er bannað að sýna í sjónvarpi? Gildir vatnaskilaákvæði fjölmiðlalaga um tímaflakk sjónvarpsstöðva? Hafa reglur um vernd barna einhverja þýðingu á tímum internets? Fjölmiðlanefnd hefur gefið út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um vernd barna gegn skaðlegu efni. Leiðbeiningarnar snúa einkum að því hvers konar efni má sýna í hljóð- og myndmiðlum fyrir og eftir svokölluð vatnaskil, þ.e. tiltekinn tíma að kvöldi og tiltekinn tíma að morgni.

Börn eiga rétt á því að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fjallað er um þann rétt í 1. mgr. 28. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í 28. gr. er einnig að finna svokallað vatnaskilaákvæði en það er eitt þeirra lagaákvæða sem mest hefur reynt á í ákvörðunum fjölmiðlanefndar frá því lög um fjölmiðla tóku gildi. Því er talin þörf á að skýra það og framkvæmd þess nánar.

Markmið fjölmiðlanefndar með útgáfu leiðbeininganna er upplýsa hljóð- og myndmiðla um skilyrði 28. gr. laga um fjölmiðla, þau sjónarmið sem liggja þar að baki og hvernig uppfylla má þær kröfur sem þar eru gerðar. Tilgangurinn er að meðferð fjölmiðlanefndar á málum, er varða brot á 28. gr. laga um fjölmiðla, verði eins gagnsæ og fyrirsjáanleg og mögulegt er og að gætt verði jafnræðis milli hljóð- og myndmiðla við meðferð slíkra mála.

Leiðbeiningarnar voru sendar eftirfarandi hljóð- og myndmiðlum til umsagnar í maí 2015: Ríkisútvarpinu, 365 miðlum, Skjánum, N4, Hringbraut, Omega, ÍNN, Vodafone og vefmiðlinum Filma.is. Umsagnir bárust frá 365 miðlum og félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK, en aðrar fjölmiðlaveitur gerðu ekki athugasemdir við efni skjalsins.

Reglur um vernd barna og vatnaskil lágmarka líkurnar á að börn hafi aðgang að efni sem talist getur skaðlegt velferð þeirra. Þeim er ekki hvað síst ætlað að vernda viðkvæm börn og börn sem ekki geta gengið að leiðsögn og stuðningi vísum heima fyrir. Með því að fjölmiðlaveitur bera ábyrgð á því framfylgja reglum um vatnaskil og vernd barna aukast líkur á að öll börn njóti viðunandi verndar gegn efni sem ekki er við þeirra hæfi, óháð heimilisaðstæðum hverju sinni.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér:

Leiðbeiningar fjölmiðlanefndar um vernd barna gegn skaðlegu efni.