Nýlegir dómar á sviði fjölmiðlaréttar

Fjölmiðill getur borið ábyrgð á ummælum í athugasemdakerfum á netinu og fagleg vinnubrögð blaðamanna veita ríka vernd í málssóknum gegn þeim. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllu á sviði fjölmiðlaréttar í sumar en í einum þeirra var íslenska ríkið talið hafa brotið gegn rétti blaðamanns til tjáningarfrelsis.

Þriðji sigur Erlu Hlynsdóttur fyrir Mannréttindadómstólnum

2. júní 2015: Erla Hlynsdóttir gegn Íslandi

Sem kunnugt er vann blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir sitt þriðja mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu 2. júní sl. en dómstóllinn taldi að brotið hefði verið á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt hennar til tjáningarfrelsis þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Erlu og Sigurjón Magnús Egilsson, fyrrum ritstjóra DV, til að greiða miskabætur vegna blaðagreinar um kókaínsmygl sem birtist í DV árið 2007. Á forsíðu blaðsins var fullyrt að nafngreindur maður væri kókaínsmyglari en fréttin fjallaði um sakamál sem höfðað hafði verið gegn honum vegna innflutnings á kókaíni. Maðurinn var sýknaður í héraðsdómi viku eftir að fréttin birtist og síðar einnig í Hæstarétti. Í millitíðinni var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir aðild að öðru fíkniefnasmygli.

Vönduð vinnubrögð skipta máli
Í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu var áhersla lögð á það hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að upplýsa almenning um mál sem varða almannahagsmuni, þar á meðal alvarleg sakamál og meðferð þeirra í réttarkerfinu. Einnig var í dómsniðurstöðu vísað til sjónarmiða um ábyrga blaðamennsku og til þess hvort blaðamaður hafi ritað fréttina í góðri trú, þ.e. sýnt af sér vönduð og fagleg vinnubrögð, miðað við þá þekkingu og upplýsingar sem hann bjó yfir á þeim tíma. Í niðurstöðu dómsins sagði að ekki skipti höfuðmáli í því samhengi að maðurinn, sem fjallað var um í fréttinni, hafi síðar verið sýknaður af ákærunni. Íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að Erla Hlynsdóttir hafi ekki ritað frétt sína í góðri trú.

Aðferðafræði Mannréttindadómstólsins ekki beitt
Þá hafi aðferðafræði Hæstaréttar í málinu ekki verið í samræmi við þá aðferðafræði sem Mannréttindadómstóll Evrópu beiti  í málum sem varða tjáningarfrelsið. Mannréttindadómstóll Evrópu geti ekki tekið undir þá niðurstöðu Hæstaréttar að takmarkanir á tjáningarfrelsi hafi í þessu tilfelli verið nauðsynlegar og samræmst lýðræðishefðum og hafi íslenska ríkið því brotið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um tjáningarfrelsið. Af dómnum má meðal annars ráða þá afstöðu Mannréttindadómstólsins að fagleg og vönduð vinnubrögð blaðamanna veiti ríka vernd í málssóknum á hendur þeim fyrir dómstólum.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi (nr. 3), mál nr. 54145/10 frá 2. júní 2015.

 

Ábyrgð vefmiðla á ummælum í athugasemdakerfum

16. júní 2015: Delfi gegn Eistlandi

Í máli Delfi gegn Eistlandi var deilt um ábyrgð eistneska vefmiðilsins Delfi á ummælum í athugasemdakerfi á fréttavef miðilsins. Málavextir voru þeir að árið 2006 birti Delfi frétt um breytingar á siglingaleið skipafélags, sem rekur ferju í landinu, en félagið hugðist breyta siglingaleið til tiltekinna eyja undan ströndum Eistlands. Fljótlega eftir að fréttin birtist tóku lesendur að ausa skömmum yfir skipafélagið í athugasemdakerfi miðilsins og hóta stjórnendum þess öllu illu, undir nafnleynd. Tveimur árum síðar höfðaði eigandi skipafélagsins mál á hendur fjölmiðlinum vegna ummælana og dæmdu eistneskir dómstólar fjölmiðilinn til að greiða félaginu miskabætur. Fjölmiðillinn skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem staðfesti þá niðurstöðu eistneskra dómstóla að Delfi bæri ábyrgð á ummælunum.

Ummælin fjarlægð eftir sex vikur
Á meðal þess sem litið var til í dómsniðurstöðu var að ummælin voru ekki fjarlægð af vefnum fyrr en sex vikum eftir að þau birtust þar fyrst og þá að beiðni skipafélagsins. Þar að auki birtust ummælin undir nafnleynd og því gat skipafélagið ekki höfðað mál á hendur höfundi þeirra, heldur varð að höfða mál á hendur fjölmiðlinum sem birti þau.

Gildir ekki um blogg og samfélagsmiðla
Þetta var í fyrsta skipti sem Mannréttindadómstóllinn fjallaði um ábyrgð vefmiðla á ummælum í athugasemdakerfum, út frá sjónarmiðum um tjáningarfrelsi. Í niðurstöðu The Grand Chamber (æðra dómstigs dómstólsins) frá 16. júní sl. er þó áréttað að niðurstaðan í Delfi málinu hafi ekki áhrif á önnur vefsamfélög á netinu, t.d. ekki á almenn spjallsvæði á netinu þar sem notendur tjái sig um ýmis málefni. Niðurstaðan taki heldur ekki til samfélagsmiðla, bloggsíðna einstaklinga eða sambærilegra vefsíðna. Dómstóllinn áréttaði að málið varðaði fréttamiðil á netinu sem rekinn er í atvinnuskyni undir ritstjórn fagfólks. Ummælin í þessu tiltekna máli hafi að megninu til verið hatursáróður og hvatning til refsiverðrar háttsemi og því ólögleg af þeim sökum. Loks lagði dómstóllinn ríka áherslu á að ekki ætti að skilja dóminn þannig að með honum væri verið að innleiða einhvers konar ritskoðun á netinu.

Dómur æðra dómstigs (Grand Chamber) Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Delfi AS gegn Eistlandi, mál nr. 64569/09/07 frá 16. júní 2015.

 

Fjölmiðill getur borið ábyrgð á ummælum í athugasemdakerfum á netinu og fagleg vinnubrögð blaðamanna veita ríka vernd í málssóknum gegn þeim. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllu á sviði fjölmiðlaréttar í sumar en í einum þeirra var íslenska ríkið talið hafa brotið gegn rétti blaðamanns til tjáningarfrelsis.

2. júní 2015: Erla Hlynsdóttir gegn Íslandi

Sem kunnugt er vann blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir sitt þriðja mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu 2. júní sl. en dómstóllinn taldi að brotið hefði verið á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt hennar til tjáningarfrelsis þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Erlu og Sigurjón Magnús Egilsson, fyrrum ritstjóra DV, til að greiða miskabætur vegna blaðagreinar um kókaínsmygl sem birtist í DV árið 2007. Á forsíðu blaðsins var fullyrt að nafngreindur maður væri kókaínsmyglari en fréttin fjallaði um sakamál sem höfðað hafði verið gegn honum vegna innflutnings á kókaíni. Maðurinn var sýknaður í héraðsdómi viku eftir að fréttin birtist og síðar einnig í Hæstarétti. Í millitíðinni var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir aðild að öðru fíkniefnasmygli.

Vönduð vinnubrögð skipta máli
Í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu var áhersla lögð á það hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að upplýsa almenning um mál sem varða almannahagsmuni, þar á meðal alvarleg sakamál og meðferð þeirra í réttarkerfinu. Einnig var í dómsniðurstöðu vísað til sjónarmiða um ábyrga blaðamennsku og til þess hvort blaðamaður hafi ritað fréttina í góðri trú, þ.e. sýnt af sér vönduð og fagleg vinnubrögð, miðað við þá þekkingu og upplýsingar sem hann bjó yfir á þeim tíma. Í niðurstöðu dómsins sagði að ekki skipti höfuðmáli í því samhengi að maðurinn, sem fjallað var um í fréttinni, hafi síðar verið sýknaður af ákærunni. Íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að Erla Hlynsdóttir hafi ekki ritað frétt sína í góðri trú.

Aðferðafræði Mannréttindadómstólsins ekki beitt
Þá hafi aðferðafræði Hæstaréttar í málinu ekki verið í samræmi við þá aðferðafræði sem Mannréttindadómstóll Evrópu beiti  í málum sem varða tjáningarfrelsið. Mannréttindadómstóll Evrópu geti ekki tekið undir þá niðurstöðu Hæstaréttar að takmarkanir á tjáningarfrelsi hafi í þessu tilfelli verið nauðsynlegar og samræmst lýðræðishefðum og hafi íslenska ríkið því brotið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um tjáningarfrelsið. Af dómnum má meðal annars ráða þá afstöðu Mannréttindadómstólsins að fagleg og vönduð vinnubrögð blaðamanna veiti ríka vernd í málssóknum á hendur þeim fyrir dómstólum.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi (nr. 3), mál nr.  54145/10 frá 2. júní 2015.

 

16. júní 2015: Delfi gegn Eistlandi

Í máli Delfi gegn Eistlandi var deilt um ábyrgð eistneska vefmiðilsins Delfi á ummælum í athugasemdakerfi á fréttavef miðilsins. Málavextir voru þeir að árið 2006 birti Delfi frétt um breytingar á siglingaleið skipafélags, sem rekur ferju í landinu, en félagið hugðist breyta siglingaleið til tiltekinna eyja undan ströndum Eistlands. Fljótlega eftir að fréttin birtist tóku lesendur að ausa skömmum yfir skipafélagið í athugasemdakerfi miðilsins og hóta stjórnendum þess öllu illu, undir nafnleynd. Tveimur árum síðar höfðaði eigandi skipafélagsins mál á hendur fjölmiðlinum vegna ummælana og dæmdu eistneskir dómstólar fjölmiðilinn til að greiða félaginu miskabætur. Fjölmiðillinn skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem staðfesti þá niðurstöðu eistneskra dómstóla að Delfi bæri ábyrgð á ummælunum.

Ummælin fjarlægð eftir sex vikur
Á meðal þess sem litið var til í dómsniðurstöðu var að ummælin voru ekki fjarlægð af vefnum fyrr en sex vikum eftir að þau birtust þar fyrst og þá að beiðni skipafélagsins. Þar að auki birtust ummælin undir nafnleynd og því gat skipafélagið ekki höfðað mál á hendur höfundi þeirra, heldur varð að höfða mál á hendur fjölmiðlinum sem birti þau.

Gildir ekki um blogg og samfélagsmiðla
Þetta var í fyrsta skipti sem Mannréttindadómstóllinn fjallaði um ábyrgð vefmiðla á ummælum í athugasemdakerfum, út frá sjónarmiðum um tjáningarfrelsi. Í niðurstöðu The Grand Chamber (æðra dómstigs dómstólsins) frá 16. júní sl. er þó áréttað að niðurstaðan í Delfi málinu hafi ekki áhrif á önnur vefsamfélög á netinu, t.d. ekki á almenn spjallsvæði á netinu þar sem notendur tjái sig um ýmis málefni. Niðurstaðan taki heldur ekki til samfélagsmiðla, bloggsíðna einstaklinga eða sambærilegra vefsíðna. Dómstóllinn áréttaði að málið varðaði fréttamiðil á netinu sem rekinn er í atvinnuskyni undir ritstjórn fagfólks. Ummælin í þessu tiltekna máli hafi að megninu til verið hatursáróður og hvatning til refsiverðrar háttsemi og því ólögleg af þeim sökum. Loks lagði dómstóllinn ríka áherslu á að ekki ætti að skilja dóminn þannig að með honum væri verið að innleiða einhvers konar ritskoðun á netinu.

Dómur æðra dómstigs (Grand Chamber) Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Delfi AS gegn Eistlandi, mál nr. 64569/09/07 frá 16. júní 2015.