Ákvörðun nr. 1/2016 um viðskiptaboð í trúarlegri dagskrá á The Gospel Channel UK.

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með sýningu á þætti sjónvarpsklerksins Peter Popoff á sjónvarpsstöðinni The Gospel Channel UK fimmtudaginn 10. september 2015 hafi fjölmiðlaveitan Gospel Channel Evrópa ehf. brotið gegn 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um hlutfall auglýsinga innan hverrar klukkustundar.

Málavextir voru þeir að þann 14. október 2015 barst kvörtun frá Lauru Thomason, verkefnisstjóra samtakanna The Good Thinking Society í Bretlandi. Kvartað var yfir meintu broti The Gospel Channel á reglum breska fjölmiðlaeftirlitsins Ofcom með sýningu sjónvarpsþáttar sjónvarpklerksins Peter Popoff á The Gospel Channel UK. Kvörtunin byggði á því að með sýningu þáttar Popoff, á The Gospel Channel UK fimmtudaginn 10. september 2015 kl. 19.30 að staðartíma, hafi verið brotið gegn reglum breska fjölmiðlaeftirlitsins Ofcom (The Ofcom Broadcasting Code) um vernd barna gegn skaðlegu efni, reglum um efnisinnihald trúarlegrar dagskrár, reglum um aðgreiningu viðskiptaboða og ritstjórnarefnis, banni við villandi upplýsingum í fréttaefni/ öðru dagskrárefni þar sem staðreyndir eru settar fram sem sannar væru og banni við að miðla efni sem getur móðgað og ögrað og er ekki hægt að réttlæta með tilliti til samhengis.

Kvörtuninni var upphaflega beint til Ofcom, sem upplýsti kvartanda um að fjölmiðlaveitan heyrði undir íslenska lögsögu. Var kvörtunin þá send innanríkisráðuneytinu sem áframsendi hana til fjölmiðlanefndar til þóknanlegrar meðferðar, með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Sjónvarpsstöðin The Gospel Channel UK er rekin af fjölmiðlaveitunni The Gospel Channel Evrópa ehf. sem hefur staðfestu á Íslandi og er í íslenskri lögsögu. Því gilda reglur Ofcom ekki um það efni sem miðlað er á sjónvarpstöðinni, heldur lög um fjölmiðla nr. 38/2011.

Í lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 eru engin ákvæði um efnisinnihald trúarlegrar dagskrár eða efni sem getur móðgað og ögrað, sambærileg reglum Ofcom. Ákvæði 26. gr. laga um fjölmiðla um hlutlægni og nákvæmni er bundið við fréttir og fréttatengt efni og á ekki við um trúarlega dagskrá. Þá hafa útsendingar frá trúarlegum samkomum, þar sem meint kraftaverk eða lækningar eiga sér stað, almennt ekki verið skilgreindar sem efni skaðlegt börnum hér á landi. Reglur um viðskiptaboð og fjarkaup er að finna í VI. kafla laga um fjölmiðla. Regla um aðgreiningu viðskiptaboða og dagskrárefnis kemur fram í 1. mgr. 37. gr. laganna og ákvæði 2. mgr. 41. gr. fjallar um hlutfall auglýsinga og fjarkaupainnskota innan hverrar klukkustundar. Þar segir að við myndmiðlun skuli hlutfall auglýsinga og fjarkaupainnskota innan hverrar klukkustundar ekki fara yfir 20%.

Fjölmiðlanefnd óskaði með bréfi 19. október 2015 eftir afriti af þættinum. Myndefnið barst fjölmiðlanefnd 21. október sl., auk þess sem sjónarmið Gospel Channel Evrópu bárust fjölmiðlanefnd með bréfum dags. 21. október, 19. nóvember og 14. janúar sl. og eru þau rakin í ákvörðun nefndarinnar. Samkvæmt afriti því sem The Gospel Channel Evrópa afhenti fjölmiðlanefnd var fyrrnefndur sjónvarpsþáttur Peter Popoff  28 mínútur og 20 sekúndur að lengd.   Við upphaf þáttarins birtist texti á skjánum sem gaf til kynna að honum hafi verið miðlað gegn greiðslu og að söfnuður Popoff hafi greitt fyrir miðlun hans. Við meðferð málsins kom fram að greiðslan rann til Gospel Channel Evrópu ehf.

Niðurstaða fjölmiðlanefndar var að sjónvarpsþáttur Peter Popoff sem sýndur var á The Gospel Channel UK 10. september 2015 teljist til viðskiptaboða og að með sýningu hans hafi Gospel Channel Evrópa ehf. brotið gegn 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um hlutfall auglýsinga innan hverrar klukkustundar. Með vísan til 5. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla var fallið frá sektarákvörðun í málinu.

Ákvörðun nr. 1/2016 dags. 22. janúar 2016

English summaryToday, on 29 January 2016, The Media Commission published a decision in respect of a programme featuring televangelist Peter Popoff on The Gospel Channel UK on 10 September 2015. The Media Commission received a complaint on 14 October 2015 from a viewer located in the United Kingdom who expressed concerns that susceptible viewers were at risk of serious harm to their finances and also their health, if they believed the claims made in the programme and were thereby denied or delayed effective treatment. The complainant further stated that the programme was misleading and irresponsible, depicted occult  practices before the watershed, did not display due objectivity for claims that Popoff has special powers and did not ensure that editorial content was distinct  from advertising. According to the complainant the programme appeared to be in breach of rules 1.27, 2.2, 2.3, 2.8, 4.1,  4.6, 4.7 and 9.2 of The Ofcom Broadcasting Code. The Gospel Channel UK is operated by Gospel Channel Evrópa ehf. which is established in Iceland and therefore in Icelandic jurisdiction. Therefore The Media Act No 38/2011 applies to the media service provider and its content. The Media Commission carries out supervision according to The Media Act No 38/2011. The Media Commission found Peter Popoff‘s programme on The Gospel Channel UK to fall under the concept commercial communication and as such to be in breach of Article 41(2)of the Media Act No 38/2011 Timing of advertisements and teleshopping spots, due to the length of the show. The duration of Peter Popoff‘s show was 28 minutes and 20 seconds. According to Article 41 (2) of The Media Act the proportion of advertisements and teleshopping spots within each hour of audiovisual broadcasting shall not exceed 20 per cent or 12 minutes. The Media Commission considered whether ro refer these breaches for the consideration of a statutory sanction. However, it decided not to do so, taking account of the media service provider‘s willingness to improve its compliance procedures.