Umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp til laga um stuðning við einkarekna fjölmiðla

Fjölmiðlanefnd hefur veitt mennta- og menningarmálaráðuneytinu umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 (stuðningur við öflun og miðlun frétta, fréttatengds efnis o.fl.)

Samkvæmt frumvarpinu er fjölmiðlanefnd ætlað það hlutverk að taka við umsóknum fjölmiðla um endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar. Í umsögn fjölmiðlanefndar kemur fram að gerðar séu nokkrar athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins þar sem nefndin telji nauðsynlegt að tryggja að þau ákvæði sem þá framkvæmd varða séu skýr og fyrirsjáanleg.

Umsögn um frumvarp til laga um stuðning við einkarekna fjölmiðla.