Þrír fjölmiðlar tilkynna starfsemi sína til fjölmiðlanefndar

Þrír fjölmiðlar hafa tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar á síðustu vikum:

Skagafréttir, sem er í eigu Skagafrétta ehf. Nánari upplýsingar um eignarhald Skagafrétta  er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Vefmiðill sem flytur jákvæðar fréttir af því helsta á Akranesi og af Skagamönnum nær og fjær.

Flugufréttir, sem er í eigu Flugufrétta ehf. Nánari upplýsingar um eignarhald Flugufrétta er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Fréttir og frásagnir af stangveiði með áherslu á fluguveiði, ásamt vikulegu fréttabréfi með fréttum og frásögnum af stangveiði, fluguhnýtingum o.fl. sem tengist stangveiðum. 

Túristi, sem er í eigu Kristjáns Sigurjónssonar. Nánari upplýsingar um Túrista er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Fréttir og greinar sem tengjast ferðalögum Íslendinga út í heim og íslenskri ferðaþjónustu.