Fjölmiðillinn ÚR VÖR tilkynnir starfsemi sína til fjölmiðlanefndar

Fjölmiðillinn ÚR VÖR hefur tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar.

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir meðal annars:

Lífið er ekki bara saltfiskur og viljum við, með vefritinu ÚR VÖR, varpa ljósi á allt hið frábæra sem fram fer á landsbyggðinni, varðandi menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf og með því veita fólki innblástur. Langt er á milli landshorna en ÚR VÖR er vettvangur sem sameinar, styrkir og færir okkur nær hvert öðru.

Nánari upplýsingar um fjölmiðilinn og eignarhald hans er að finna hér