Fjölmiðillinn Hestamennska skráður hjá fjölmiðlanefnd

Fjölmiðillinn Hestamennska hefur tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar.

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir:

Hestamennska er fræðslu- og upplýsingavefur um hestamennsku í sinni fjölbreyttustu mynd, með það að markmiði að fræða, veita upplýsingar og góð ráð um hesta og hestamennsku á vandaðan hátt fyrir hinn almenna hestamann.

Nánari upplýsingar um fjölmiðilinn Hestamennsku og eignarhald hans er að finna hér.