Umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum (stuðningur við öflun og miðlun frétta, fréttatengds efnis o.fl.)

Fjölmiðlanefnd hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum (stuðningur við öflun og miðlun frétta, fréttatengds efnis o.fl.).

Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Frumvarpið felur í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla og heimild til sérstaks stuðnings til einkarekinna fjölmiðla vegna launakostnaðar.

Umsögn fjölmiðlanefndar má lesa í heild sinni hér.