Breytingar á starfsemi fjölmiðlanefndar vegna COVID-19

Í ljósi þess að stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19, hafa þær breytingar verið gerðar á starfsemi fjölmiðlanefndar að starfsfólk nefndarinnar vinnur frá heimili sínu og er skrifstofa nefndarinnar að Borgartúni 21 lokuð. Þeir sem þurfa að leita til fjölmiðlanefndar eru því hvattir til að afhenda erindi og gögn með rafrænum hætti, eftir því sem við verður komið. Sé þörf á að hafa samband við starfsmenn fjölmiðlanefndar má senda tölvupóst á netfangið postur@fjolmidlanefnd.is eða hringja í síma 415 0415.

Tilkynningin birtist á eldri vef fjölmiðlanefndar 20. mars 2020. 

Uppfært 25. maí 2020: Skrifstofa fjölmiðlanefndar hefur verið opnuð á ný.