Samstarfssamningur Fjölmiðlanefndar og Neytendastofu um eftirlit með viðskiptaboðum

Fjölmiðlanefnd er í reglubundnu samstarfi við ýmsar stofnanir og embætti sem koma að eftirliti með þeim lögum sem fjölmiðla varða. Þeirra á meðal eru Neytendastofa, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið og lögreglan.

Fjölmiðlanefnd hefur á liðnum árum kappkostað að efla samskipti og samstarf við Neytendastofu, með það að markmiði að tryggja skilvirkt eftirlit með viðskiptaboðum á sama tíma og örar breytingar hafa orðið á auglýsingamarkaði og umhverfi fjölmiðla. Á þeim sviðum þar sem eftirlitshlutverk Fjölmiðlanefndar og Neytendastofu hefur skarast hefur verið unnið eftir ákveðinni verkaskiptingu sem leiða má af lögum.

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur Fjölmiðlanefndar og Neytendatofu um eftirlit með viðskiptaboðum. Samningnum er ætlað að skýra starfssvið og hlutverk beggja stofnana, auk þess að kveða formlega á um verkaskiptingu í því skyni að tryggja skilvirkt eftirlit með framsetningu og innihaldi viðskiptaboða.

Samninginn má nálgast hér:

Samstarfssamningur Fjölmiðlanefndar og Neytendastofu um eftirlit með viðskiptaboðum