Meta (Facebook, Instagram og Whatsapp) hefur nú gefið það út að fyrirtækið hafi gert hlé á áformum sínum um að nota gögn notenda innan Evrópu til að þjálfa gervigreind. Fyrirtækið hafði áður uppfært persónuverndarstefnuna sína í maí á þann veg að frá og með 26. júní myndi það nota opinber gögn notenda á Facebook og Instagram, þar á meðal færslur og myndir, til að þróa og bæta eigin gervigreindarforrit. Notendum var gert að sækja um það sérstaklega að þeirra upplýsingar væru ekki notaðar í þessum tilgangi og þurfti slík beiðni að hafa borist fyrir 26. júní til þess að vera tekin gild.
Írska persónuverndarstofnunin ásamt fleiri evrópskum eftirliststofnunum gerðu alvarlegar athugasemdir við þessi áform Meta sem hefur orðið til þess að fyrirtækið hefur nú slegið þessum áætlunum á frest.
Nánar má lesa um málið hér: https://www.publictechnology.net/2024/06/20/society-and-welfare/facebook-agrees-to-pause-training-of-ai-models-on-user-data-after-ico-concerns/