Mat Fjölmiðlanefndar á almannaþjónustuhlutverki RÚV árið 2023

Fjölmiðlanefnd skal skv. 15. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013 árlega leggja sjálfstætt mat á það hvort Ríkisútvarpið hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt skv. 3. gr. laganna.

Matið skal afhent stjórn Ríkisútvarpsins og ráðherra eigi síðar en fjórum mánuðum eftir að ársskýrsla Ríkisútvarpsins hefur verið birt. Nefndin hefur nú lagt mat á almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins vegna ársins 2023.

Matið fór fram á grundvelli greinargerðar sem RÚV sendi Fjölmiðlanefnd 18. september 2024, með skoðun og yfirferð staðreynda sem fram komu í greinargerðinni og staðfestingu á réttmæti þeirra, með athugun ársskýrslu og ársreiknings RÚV, sem og annarra gagna. Að þessu sinni hefur verklag Fjölmiðlanefndar við matið verið einfaldað og horfið frá því að gefa út skýrslu, eins og gert hefur verið áður. Þess í stað er birt tafla sem sýnir yfirlit yfir skyldur Ríkisútvarpsins skv. 3. gr. laga nr. 23/2013, og mat Fjölmiðlanefndar á því hvort þær teljist hafa verið uppfylltar, ekki að öllu leyti uppfylltar eða að framkvæmd á þeim sé óviðunandi. Greinargerð Ríkisútvarpsins fylgir þessari yfirlýsingu um niðurstöðu Fjölmiðlanefndar um mat á almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins sem viðauki.

Það er mat Fjölmiðlanefndar að Ríkisútvarpið hafi uppfyllt skyldur sínar á árinu 2023, samkvæmt 3. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu og samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðherra og Ríkisútvarpsins ohf. um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu 2020-2023.

Yfirlit yfir mat Fjölmiðlanefndar á skyldum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt 3. gr. laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013: