
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (11. febrúar 2025) er árlega er nýttur til þess að minna á mikilvægi netöryggis. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og árið 2025 hefur þá verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.
Það helsta sem verður á dagskrá:
- „Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna“ opinn fræðslufundur um félagslegt netöryggi og upplýsingaóreiðu á netinu. Upptöku má sjá neðar í fréttinni.
- Falsfréttaplakat gefið út í 1000 eintökum í samstarfi við Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu sem skólar geta nálgast í A4. Plakatið leggur áherslu á 6 atriði sem er gott að hafa í huga til að koma auga á falsfréttir.
- Netumferdarskolinn.is opnar spurningaleik um persónuvernd og réttindi á netinu sem nefnist „þú ræður!“
- Fræðsluátak í samstarfi við Samtakahópinn í Reykjanesbæ.
- Fræðsla fyrir foreldra barna á yngsta stigi í öllum skólum Reykjanesbæjar. Sem lýkur með gerð sáttmála. Markmiðið með verkefninu verður að auka fræðslu, samtal og samvinnu í sveitarfélaginu.
- Þá verður SAFT – Netöryggismiðstöð með viðveru á „taktu spjallið“ sem er nýr vettvangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram fyrir foreldra. Verkefnið er samstarfsverkefni margra aðila en Stígamót og Barnaheill leiða það.
Nokkrir atriði sem við munum leggja áherslu á að minna á:
Digiworld – Leikur um miðlalæsi fyrir 3.-4. bekk sem hannaður var í Bretlandi af samtökunum ParentZone og settur í loftið af breska sendiráðinu hér á Íslandi. Markmiðið með leiknum er að hjálpa börnum að skilja hvernig mögulegt sé að nota netið á öruggan hátt og takast á við áskoranir sem geti orðið á vegi þeirra. Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti verkefnið af stað.
Hér á vef umboðsmanns barna eru leiðbeiningar fyrir foreldra þar sem farið er í netöryggi, persónuvernd, samfélagsmiðla, tölvuleiki, friðhelgisstillingar, skjátíma, algóritma og ýmislegt fleira með umræðupunktum fyrir foreldra.
Miðlalæsi.is – Á vefsíðunni miðlalæsi.is eru sex myndbönd um samfélagsmiðla og líðan barna, fréttir og falsfréttir, áhorf á klám og hatur og einelti á netinu. Þar er einnig að finna kennslustuðningsefni fyrir kennara með hverju myndbandi ásamt ítarefni og verkefnum til að nota í kennslu.
Vefur Netumferðarskólans (www.netumferdarskolinn.is) er kominn í loftið! Þar er að finna upplýsingar um jafnvægi í skjátíma, aldursmerkingar, aldursmat samfélagsmiðla o.fl. Leikurinn „þú ræður“ fer í loftið á morgun.
Skjárinn og börnin – Heilsuvera – https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin/
Skjátímaviðmið fyrir börn og ungmenni. Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.
112.is – Netöryggi – https://www.112.is/netoryggi
Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu.
Stöndum saman og minnum á mikilvægi netöryggis á Alþjóðlega netöryggisdaginn 11. febrúar.
