Vakin er athygli á því að staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins geta nú sótt um styrk til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 7. desember nk.
Til úthlutunar árið 2025 eru 15 milljónir kr.: 12,5 milljónir kr. frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og 2,5 milljónir kr. frá innviðaráðuneyti vegna aðgerðar C.07 í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði.
Til skýringa skal þess getið að höfuðborgarsvæðið nær yfir sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.