Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur birt auglýsingu þess efnis að opnað hafi verið fyrir umsóknir um styrki úr Talsetningar- og textunarsjóði fjölmiðlaveitna.
Vakin er athygli á að umsóknum skal beina til ráðuneytisins en ekki til Fjölmiðlanefndar. Skilafrestur fyrir umsóknir er sunnudagurinn 14. desember nk. Umsóknum skal skilað á netfangið mnh@mnh.is.
Sjá frétt á vef ráðuneytisins: Stjórnarráðið | Opið fyrir umsóknir um styrki úr Talsetningar- og textunarsjóði fjölmiðlaveitna