Athugið að þeim sem starfrækja fjölmiðla ber samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 að tilkynna Fjölmiðlanefnd um allar breytingar sem kunna að verða á starfseminni og varða þær upplýsingar sem liggja til grundvallar skráningu hjá nefndinni. Undir þetta falla upplýsingar um heiti, kennitölu, lögheimili, netfang og vefsetur, heiti fjölmiðils eða fjölmiðla sem fjölmiðlaveita starfrækir, ábyrgðarmann, fyrirsvarsmann, ritstjórnar- eða dagskrárstefnu, kallmerki ef við á og eignarhald. Tilkynningar um breytingar má senda á netfang Fjölmiðlanefndar, postur@fjolmidlanefnd.is.