Lög og reglur

Með fjölmiðlalögum sem samþykkt voru á Alþingi 2011 var innleidd hljóð- og myndmiðlunartilskipun Evrópusambandsins. Önnur ákvæði laganna eru í samræmi við löggjöf nágrannaríkja Íslands á þessu sviði. Í lögunum hefur jafnframt verið litið til tilmæla Evrópuráðsins um fjölmiðla til að tryggja tjáningarfrelsi, frelsi til upplýsinga og önnur mannréttindi. Jafnframt var safnað saman ákvæðum er varða réttindi og skyldur fjölmiðla sem kveðið er á um í öðrum lögum, svo sem í hegningarlögum, til að tryggja að frumvarpið gefi heildstæða mynd af réttindum og skyldum fjölmiðla. Hér að neðan má finna fjölmiðlalög og önnur lög og reglur er varða starfsemi fjölmiðla og fjölmiðlanefndar:

Lög nr. 38/2011 um fjölmiðla
Lög nr. 62/2006 um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum
Stjórnsýslulög nr. 37/1993
Upplýsingalög nr. 140/2012
Starfsreglur fjölmiðlanefndar nr. 1363/2011
Málsmeðferðarreglur fjölmiðlanefndar

Sérlög gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins. Rétt er að taka fram að fjölmiðlanefnd hefur eingöngu eftirlit með 7. gr. um viðskiptaboð í lögum um Ríkisútvarpið, auk þess sem nefndin sinnir árlegu mati á almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins, skv. 15. gr. laganna.

Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013